Hafragúrt Vanillu

Við köllum þetta ekki vanillujógúrt vegna þess að þetta er 100% plöntumiðað klassískt Hafragúrt með vanillu, sem er geggjuð blanda ein og sér eða sem grunnurinn í smoothie. Það væri líka ólöglegt fyrir okkur að kalla þetta vanillujógúrt.

Algjör vanilla

Hey, sumir vilja jógúrtina sína með vanillubragði en vilja ekki mettaða fitu og mjólkurvörur sem venjulega fylgja henni. Svo við gerðum rjómakennt og mjúkt hafragúrt í staðinn, með ómettaðri fitu að mestu og góðum skammti af kalki, D-vítamíni, B12, ríbóflavíni og joði (Ef „góður skammtur“ er skilgreindur sem 15–22% af ráðlögðum dagskammti á 100 grömm). Vandamálið leyst.

Vanilluframtíðin

Hafragúrtin gætu verið vörurnar sem við höfum betrumbætt mest í gegnum tíðina. Við erum stöðugt að breyta uppskriftinni til að gera það enn bragðbetra og gúrtmeira, en við höfum alltaf haldið plöntumiðuðu trefjunum, prótíninu og, í þessu tiltekna gúrti, vanillunni, og þannig ætlum við að hafa það í framtíðinni. Rétt eins og við munum alltaf hafa það náttúrulega laust við mjólkurvörur og laktósa, sem gerir þessa vöru algjörlega hentuga fyrir fólk sem er vegan, fólk sem ekki er vegan, og alla þar á millli. Og það er ekkert soja heldur. Geymist í kæli við 8°C.

Meira um þessa vöru

  • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

    Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

  • Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?

    Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.

  • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

    Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

  • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

    Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

Ingredients

Vatten/vann, HAVRE 12%, socker 4%, potatisstärkelse/potetstivelse/kartoffelstivelse, modifierad potatisstärkelse, rapsolja, mineraler (kalciumkarbonat, kalciumfosfat, kaliumjodid), naturlig arom, syra (äppelsyra/eplesyre/æblesyre, mjölksyra/melkesyre/mælkesyre), salt, vaniljextrakt, vitaminer (D2, riboflavin, B12).

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100g:,
Orka360kJ/86kcal
Fita2.1g
þar af mettuð0.2g
Kolvetni15.1g
þar af sykurtegundir8.3g
Trefjar0.9g
Prótein1.1g
Salt0.06g
D-vítamín1.1μg (22%*)
Ríbóflavín0.21mg (15%*)
Vitamin B120.38μg (15%*)
Kalsíum146mg (18%*)
Joð22.5μg (15%*)