Skip to content

Hafragúrt Vanillu

Slagorð sem við pældum í að nota þegar við gerðum Hafragúrt Vanillu:
„Sama gamla sagan!“
„Copy-paste!“
„Þú trúir þínum eigin augum!“

Því þetta er smá svona „og hvað með það?“ Jógúrt með vanillubragði er ekki beint frumlegasta hugmynd að nýrri vöru sem til er. Ef við værum t.d. að kynna Double Chocolate Fudge/Súkkulaði fudge ísinn okkar eða superstar Barista Edition/ofur Barista útgáfuna, þá gæti ég, sá sem skrifar þetta, skrifað „Hæ! Sjáðu þetta! Vá!“ En í raun og veru er ekki margt sem við getum sagt þér, ekkert sem þú veist ekki nú þegar. Bara það að við erum núna komin með Hafragúrt Vanillu, og að vanilla er ljúffeng á bragðið, eins og allir vita sem hafa prófað eitthvað með vanillu í – svo bókstaflega allir.

(Bara til að hafa það á hreinu: Hafragúrt Vanillu er rosalega mjúkt og rjómakennt, án mikillar mettaðrar fitu, og svo er hafra + vanillu bragðcombo-ið alveg hreint geggjað, án þess að vera of sætt. Flott, þá er það komið á hreint).

What’s Amazing

Það ætti líklega að fylla inn í þetta pláss, svo að:

  • Inniheldur 4% viðbættan sykur, alveg eins og í hinum bragðtegundunum af Hafragúrt.
  • 2% fita, þar af er 0.2% mettuð. Restin (1.8%) er ómettuð og kemur frá repjuolíu. Að jafnaði er það gott.
  • Laus við mjólkurvörur og soja (kannski var það orðið skýrt nú þegar).

What might be less amazing

Inniheldur 4% sykur. Já, þetta atriði er líka í „Það sem er frábært“, en það fer líka eftir því hvernig þú lítur á þetta. Sumum finnst 4% vera mikið, á meðan öðrum finnst það ekki. Við erum bara að segja að þetta innihaldi 4%.

Last but not least

Ef þú hefur ekkert betra að gera á þessu augnabliki, reyndu þá að útskýra bragðið af vanillu fyrir einhverjum án þess að nota orðið vanilla.

Fleiri spurningar? Svör við algengum spurningum má finna hér.

Ingredients

Vatn, hafrar 12%, sykur 4%, kartöflusterkja, umbreytt kartöflusterkja, repjuolía, steinefni (kalsíumkarbónat, kalsíumfosföt, kalíumjoðíð), náttúruleg bragðefni, sýra (eplasýra ,mjólkursýra), salt, vanillukjarni, vítamín (D2, ríbóflavín, B12).

Nutritional value

Næringarupplýsingar í 100 g:

Orka
360 kJ/86 kkal
Fita
2.1 g
þar af mettuð
0.2 g
Kolvetni
15.1 g
þar af sykurtegundir
8.3 g*
Trefjar
0.9 g
Prótein
1.1 g
Salt
0.06 g
D-vítamín
1.1 μg (22%**)
Ríbóflavín
0.21 mg (15%**)
B
12-vítamín 0.38 μg (15%**)
Kalsíum
120 mg (15%**)
Joð
22.5 μg (15%**)

*Náttúrulegar sykurtegundir úr höfrum 4.5 g.
** Af daglegri viðmiðunarneyslu.

The Oatly process

How do we make our oat drinks?

Our oat base is just oats and water. But it’s what we do with those oats and that water that makes Oatly so special.