iKaffe
Svo þú ert kaffibarþjónn? Það er fullkomið. Í þessari fernu af iKaffe eru fljótandi hafrar, sem þýðir að drykkurinn er ekki of sætur eða of þungur í magann. Það er hins vegar, hægt að freyða fullkomlega, sem gefur þér stjórn á þéttleika og afköstum froðunnar svo þú getir loksins montað þig af rosa latte listarskillz – afsakið, við meintum „skills“. Allavega, prófaðu hann og sjáðu hvað þér finnst. Héðan í frá verðum við til staðar fyrir þig, hvenær sem er. Svo þú ert ekki kaffibarþjónn? Það er líka fullkomið. Hitaðu bara iKaffe haframjólkina í einhverju íláti og á meðan skaltu hreyfa ílátið í hringi svo þú myndir hringiðu í honum og hann fer að freyða vel. Nú geturðu hellt þér latte í glas án þess að nota mjólk. Ef þú ert ekki í stuði fyrir latte, þá gleður það þig að þessi vara bragðast alveg jafn vel ef þú drekkur hana beint úr fernu, hellir henni á morgunkornið þitt eða lætur hana vinna fyrir þig í eldamennskunni. En fyrir okkur sem erum ekki kaffibarþjónar þá höldum við þessu á milli okkar, er það ekki bara?
What's Amazing
Þetta er súper-gæða varan okkar og ein og sér bragðast hún einstaklega vel, en skilar líka mjög fallegum afrakstri þegar hún er freydd. Ef þú ert týpan sem fílar að bæta slurk af mjólk út í djúpa, svarta kaffið þitt, þá virkar þessi vara jafn vel - og það án þess að fara alveg í keng og aðskiljast. Er kannski eitthvað te-fólk mætt á svæðið? Ef svo er, þá muntu líklega ekki vilja halda froðupartí í teinu þínu, en þú vilt samt ekki neina aðskiljun heldur. Þú ert í góðum höndum það sem eftir er. En hvað er leyndarmálið við þessa vöru? Hún er rík af ómettaðri fitu og ef þú vilt vita hvað það þýðir, þá skaltu lesa (*) hér fyrir neðan.
What might be less amazing
Svo hægt sé að láta þessa vöru skila árangri sem uppfyllir fagmannlegu væntingar kaffibarþjóna, þá notuðum við sýrustilli. En þú getur allavega verið viss um, að það ekkert algjörlega ónauðsynlegt í þessari vöru og ekki heldur eitthvað sem er ekki algjörlega samþykkt fyrir neyslu. Allt er plöntumiðað, sjálfbært og algjörlega laust við einhverjar asnalegar erfðabreyttar lífverur (GMO).
Last but not least
* iKaffe hafradrykkur er ríkur af ómettaðri fitu. Með því að skipta mettuðum fitum í mataræðinu þínu út fyrir ómettaðar, þá hjálpar það til að viðhalda ráðlögðu kólesterólmagni í blóðinu.
Skiptu mjólkinni út fyrir sama magn af iKaffe og notaðu það á sama hátt í kaffibarþjónalistinni. Það freyðir dásamlega. Bragðast líka mun betur.
Bonus Info:
Kalíum 222 mg (11%**)
Fosfór 110 mg (16%**)
Fleiri spurningar? Svör við algengum spurningum má finna hér.
Ingredients
Vatn, hafrar 10%, repjuolía, sýrustillir (dipotassium fosfat), kalsíumkarbónat, salt, vítamín (D2, ríbóflavín, B12), kalíumjoðíð.
Nutritional value
Næringarupplýsingar á 100 ml:
Orka | 247 kJ/59 kkal |
Fita | 3.0 g |
þar af mettuð | 0.3 g |
Kolvetni | 6.6 g |
þar af sykurtegundir | 4.0 g* |
Trefjar | 0.8 g |
Prótein | 1.0 g |
Salt | 0.10 g |
D-vítamín | 1.1 μg (22%**) |
Ríbóflavín | 0.21 mg (15%**) |
B | 12-vítamín 0.38 μg (15%**) |
Kalsíum | 120 mg (15%**) |
Joð | 22.5 μg (15%**) |
*Náttúrulegar sykurtegundir frá höfrum.
**Af næringarviðmiðunargildum (NV).
How do we make our oat drinks?
Our oat base is just oats and water. But it’s what we do with those oats and that water that makes Oatly so special.