Haframjólk m/súkkulaðibragði í fernu
Fullar hendur af súkkulaðidrykk. Eða fætur, ef þú ert fær með fótunum eða hefur engar hendur. Það kemur ekki á óvart að hann smakkast eins og súkkulaði, og kannski, ef þú ert með óvenjulega bragðlauka, geturðu fundið bragð af kalsíum og vítamínum.
Nei, auðvitað geturðu það ekki. Engin getur það. Við skrifuðum þetta bara til að koma til skila „kalsíum og vítamín“ á þannig hátt sem væri ekki stífur, eins og ef við myndum skrifa „við höfum auðgað súkkulaðidrykkinn okkar með kalsíum og vítamínum“. Nú veistu það þá allavega.
What’s Amazing
What’s Amazing
Kakóið sem við nýtum í gómsæta súkkulaðidrykkinn okkar er vottað af Cocoa Horizon Foundation sem tryggir að kakóið er ræktað og unnið með 100% sjálfbærum hætti. Með því erum við að leggja okkar að mörkum við að tryggja áframhaldandi búskap og nýsköpun. Vítamínin (D2, Ríbóblavín og B12) auk kalsíums, gefa manni svo enn betri afsökun til að svolgra drykknum í sig. Og engar áhyggjur, við framleiðum líka 1L umbúðir.
What might be less amazing
What might be less amazing
Við bættum örlítið af sykri við súkkulaðidrykkinn, og já, það er allt og sumt. Það sem við eigum við þegar við segjum „örlítið“ þá eru það 3.5 grömm fyrir 100 ml (3.5%). Okkur finnst það flokkast sem örlítið, en það fer auðvitað eftir hverjum og einum hvernig það skilgreinist. Við bættum líka smá efnum við sem hafa með bragðið að gera, en bara einmitt eins mikið og við höldum að við þurfum, hvorki meira né minna.
Last but not least
Last but not least
Engin mjólk, ekkert soja. Alveg jafn vinsælt meðal þeirra sem eru vegan og þeirra sem eru það ekki. Getur geymst í langan tíma við stofuhita og komið með í líkamsræktartöskuna eða á fótboltaæfingu. Hann er svo góður að hann fæst líka í eins lítra umbúðum. Sjá hér.
Fleiri spurningar? Svör við algengum spurningum má finna hér.
Ingredients
Ingredients
Hafragrunnur (vatn, hafrar 10%), sykur 3.5%, kakóduft 1%, repjuolía, kalsíumkarbónast, kalsíumfosföt, salt, bragðefni, vítamín (D2, ríbóflavín og B12), kalíumjoðíð.
Nutritional value
Nutritional value
Næringarupplýsingar fyrir 100 ml:
- Orka
- 250 kJ/60 kkal
- Fita
- 1.5 g
- þar af mettuð
- 0.2 g
- Kolvetni
- 10 g
- þar af sykurtegundir
- 7.5 g*
- Trefjar
- 1.1 g
- Prótein
- 1.2 g
- Salt
- 0.16 g
- D-vítamín
- 1.1 μg (22%**)
- Ríbóflavín
- 0.21 mg (15%**)
- B
- 12-vítamín 0.38 μg (15%**)
- Kalsíum
- 120 mg (15%**)
- Joð
- 22.5 μg (15%**)
* 3.5 g af sykurtegundunum er viðbættur sykur. Afgangurinn eru náttúrulegar sykurtegundir úr höfrum.
**Af daglegri viðmiðunarneyslu.