Cookies go nicely with oat drinks. As it happens, the digital kind do too. So is it okay with you if we use cookies on this site? What’s cookies?

Svona gerum við haframjólkina okkar

Afsakið tæknimálið sem kemur eftir smá stund, en við höfum bara svo mikinn áhuga á einstaka framleiðsluferlinu okkar! Þökk sé því getum við varðveitt lausu hafratrefjana (betaglúkan, eins og þú kannski veist) í vörunum okkar. Einnig segjum við stolt frá því að við höfum einkaleyfi fyrir þessu.

theoatlyprocess icons 02

Mölun

Á fyrsta stigi ferilsins blöndum við höfrum saman við vatn og mölum mjúku blönduna í mölunarrýminu okkar.

theoatlyprocess icons 04

Ensím

Í ensím-tönkunum okkar bætum við náttúrulegum ensímum við sem brjóta hafrasterkjuna niður í smærri einingar, svo sem maltósa (öðru nafni, maltsykur) sem gerir vörurnar okkar náttúrulega sætari.

theoatlyprocess icons 05

Aðgreining

Í aðgreiningarferlinu fjarlægjum við hveitiklíðið, þ.e. lausu skeljarnar frá höfrunum. Þá eru eftir trefjar, sem er þá betaglúkanið. Nú höfum við hafragrunninn okkar, sem er frábær næringargjafi og inniheldur undirstöðufrumefni frá höfrunum - prótín, fitu og kolvetni.

theoatlyprocess icons 06

innihaldsefni

Við bætum mismunandi innihaldsefnum við eftir því hvaða vöru við erum að búa til. Þau geta verið repjuolía, kalk og vítamín.

theoatlyprocess icons 03

Hitameðhöndlun

Við hitameðhöndlum vörurnar áður en við pökkum þeim inn með því að nota UHT (ultra-high-temperature processing) eða gerilsneyðingu. Þetta er gert til að lengja geymsluþolið.

theoatlyprocess icons 07

dauðhreinsaður tankur

Eftir að varan hefur verið hitameðhöndluð, tökum við hana úr dauðhreinsaða tanknum fyrir pökkun.

theoatlyprocess icons 08

Pökkun

Sumar vörur frá okkur enda í litlum umbúðum, aðrar í stórum. Miðað við umbúðir af lítrastærð geta vélarnar okkar framleitt 7,500 – 8,000 umbúðir á klukkustund.