Cookies go nicely with oat drinks. As it happens, the digital kind do too. So is it okay with you if we use cookies on this site? What’s cookies?

Hafradrykkur Kaldbruggað Latte

On the go - Hafradrykkur Kaldbruggað Latte (235 mL)

Eins og þruma úr heiðskíru lofti birtist ofur-glansandi sett drykkja í Oatly hópinn. Hvað er eiginlega í gangi hérna? Eigum við kannski líka að fara að snyrta hár á litlum hundum og byrja að selja okkar eigin skartgripi? Tja, ekki alveg strax. Þessi algjörlega nýja* vara, Hafradrykkur Kaldbruggað Latte aka kaldbruggað kaffi með haframjólk, þarf sláandi lit á umbúðirnar sínar, sem er eitthvað sem mun beina athygli þyrstra kaffiaðdáenda að frábæru innihaldi hennar. Bíddu nú við, er silfur flokkað sem litur? Kannski er það frekar efni. En það er samt liturinn sem um er að ræða, ekki efnið. Allavega, þetta er í drykkjarhæfum umbúðum sem hægt er að taka með hvert sem er og bruggið er gert úr 100% Fair trade Arabica kaffibaunum og inniheldur u.þ.b. sama magn af koffíni og stór bolli af svörtu kaffi. Svo geturðu lesið restina hér til hægri.


Það sem er frábært

Mikið af koffíni, 2.5% viðbættur sykur, ríkt af ómettaðri fitu og já, 100% cool fyrir vegan vini okkar.

Það sem er ekki alveg jafn frábært

Ef þér finnst latte í skínandi og löngu íláti vera spennandi, en ekki kaldbruggið, þá þykir okkur leitt að segja að við eigum ekki fleiri latte drykki sem hægt er að taka með sér í augnablikinu. En þú getur samt alltaf bruggað þitt eigið kaffi og bætt slurk af volgu iKaffe við og þá myndirðu í raun vera með Café au Lait. Svo geturðu bara hellt því í hitabrúsa til að gera það að drykk sem hægt er að taka með. Bara svona smá ábending.


* Það fer reyndar eftir því hvenær þú lest þennan texta. Tíminn er jú, afstæður.

On the go - Hafradrykkur Kaldbruggað Latte (235 mL)

Innihaldslýsing

Hafragrunnur (vatn, hafrar 8%), kaldbruggað kaffi 30%, sykur 2.5%, repjuolía, sýrustillir (tvíkalíumfosfat), kalsíumkarbónat, kalsíumfosföt, náttúruleg bragðefni, salt.

Næringargildi

Næringarupplýsingar fyrir 100 ml:
Orka 223 kJ/53 kkal
Fita 2.0 g
þar af mettuð 0.2 g
Kolvetni 7.7 g
þar af sykurtegundir 5.5 g*
Trefjar 0.6 g
Prótein 0.9 g
Salt 0.08 g
Kalsíum 94 mg (12%*)

*Af daglegri viðmiðunarneyslu

Inniheldur 65 mg/100 ml af koffíni

Annað

Getur verið geymdur við stofuhita, en það er þér til hagsbóta að drekka hann kaldan. Duddlesritzelferpp. Þarna hefurðu það. Það þurfti eitthvað aðeins minna skriffinnskulegt til að vega á móti fyrri setningunni.


Hvaðan koma innihaldsefnin?


Hafrar                          

Upprunaland: Ræktaðir í Svíþjóð                 
Dreifingaraðili: Lantmännen Cerealia

Kaldbruggað kaffi

Upprunaland: Perú, Hondúras, Papúa Nýja-Gínea. Fair trade.
Dreifingaraðili: Zozozial

Sykur                           

Uppruni: EU (framleitt í Austurríki)
Dreifingaraðili: Agrana

Repjuolía  

Upprunaland: EU                                 
Dreifingaraðili: AAK

Sýrustillir (díkalíum)

Upprunaland: Þýskaland
Dreifingaraðili: Brenntag Nordic (Budenheim)

Kalsíumkarbónat

Upprunaland: Bandaríkin, Karabíska hafið
Dreifingaraðili: Termidor/Provencale
Dreifingaraðili: Univar

Náttúrulegt bragðefni

Upprunaland: Sviss
Dreifingaraðili: Givaudan

Salt                              

Upprunaland: Portúgal
Dreifingaraðili: WNF