Cookies go nicely with oat drinks. As it happens, the digital kind do too. So is it okay with you if we use cookies on this site? What’s cookies?

Hafradrykkur Súkkulaði

On the go - Hafradrykkur Súkkulaði (235 mL)

Vörustjórinn okkar myndi vilja að við skrifuðum „þetta er geggjaður súkkulaði hafradrykkur“. En þú veist líklega að okkur finnst hann vera frábær, annars myndum við ekki bæta honum við í Oatly hópinn. Það sem þér finnst um hann er hins vegar stóra spurningin nema þú hafir nú þegar prófað súkkulaðihafradrykkinn okkar, því þá er mjög líklegt að þú  dýrkir hann jafn mikið og við. * Jebb, hann er það ljúffengur. Hins vegar eru sívala umbúðirnar nýjar og kannski mun nýja lögunin hafa áhrif á bragðið því drykkurinn mun fara í munninn út frá allt öðru sjónarhorni. En örugglega ekki.

Vörustjórinn okkar vill líka að við skrifum að hann er auðgaður með kalsíum og D2 og B12 vítamínum og ríbóflavín. Það er í raun frekar sanngjarnt að benda á það, því það liggur ekki fyrir þegar maður hugsar um súkkulaðidrykki. Þetta er bara mjög góður punktur hjá vörustjóranum okkar.


Það sem er frábært

Finnst þér drykkurinn góður en vilt fá meira af honum, eða bara fá hann í rétthyrndu formi í þrívídd? Smelltu á undirstrikuðu orðin í fyrri setningunni og þá munu ósýnilegir net-bottar fara með þig á stað þar sem þú færð að vita meira um þetta. (Áður en þú drepst úr spenningi, þá getum við sagt þér að bottarnir munu fara með þig til annarra súkkulaðidrykkjarvara á vörusíðunni okkar).

Það sem er ekki alveg jafn frábært

Er í alvöru eitthvað sem er ekki það frábært við súkkulaðidrykk gerðan úr höfrum? Ókei, kannski eitthvað. Það er líklega það að við bættum við 3.4 grömmum af sykri/100 ml. En restin af sæta bragðinu kemur á náttúrulegan hátt frá höfrunum.


* Algjör ágiskun ef maður gerir ekki tölfræðilega könnun á því hversu mörgum finnst súkkulaðihafradrykkur góður.

On the go - Hafradrykkur Súkkulaði (235 mL)

Innihaldslýsing

Vatn, hafrar 10%, sykur (3.4%), kakóduft (1%), repjuolía, kalsíumkarbónat, kalsíumfosföt, salt, náttúruleg bragðefni, vítamín (D2, ríbóflavín B12), kalíumjoðíð.

Næringargildi

Næringarupplýsingar fyrir 100 ml:
Orka 251 kJ/60 kkal
Fita 1.4 g
þar af mettuð 0.2 g
Kolvetni 10 g
þar af sykurtegundir 7.5 g*
Trefjar 1.1 g
Prótein 1.2 g
Salt 0.16 g
D-vítamín 1.5 μg (30%**)
Ríbóflavín 0.21 mg (15%**)
B12-vítamín 0.38 μg (15%**)
Kalsíum 120 mg (15%**)
Joð 22.5 μg (15%**) 

*Af daglegri viðmiðunarneyslu

Annað

Þetta er smekksatriði, en við vorum með kaldan súkkulaðidrykk í huganum þegar við gerðum þessar umbúðir. Ef þér finnst hann betri aðeins heitari, þá mælum við með því að þú takir hann úr umbúðunum og hitir hann þannig upp. Laus við mjólk og soja.


Hvaðan koma innihaldsefnin?


Hafrar                          

Upprunaland: Ræktaðir í Svíþjóð                 
Dreifingaraðili: Lantmännen Cerealia

Vatn

Upprunaland: Austurríki

Sykur                           

Uppruni: Sykurrófa frá Svíþjóð
Dreifingaraðili: Nordic Sugar

Kakóduft   

Upprunalönd: Fílabeinsströndin, Gana, Frakkland, Þýskaland, Brasilía og Indónesía
Dreifingaraðili: Caldic

Repjuolía  

Upprunaland: Svíþjóð                                    
Dreifingaraðili: AAK

Kalsíum     

Upprunaland: Bandaríkin
Dreifingaraðili: Univar
Upprunaland: Frakkland
Dreifingaraðili: Termidor

Salt                              

Upprunaland: Austurríki
Dreifingaraðili: Salinen Austria

Náttúrulegt bragðefni (súkkulaði)

Upprunaland: Holland
Dreifingaraðili: Givaudan

Náttúrulegt bragðefni (vanilla)

Upprunaland: Sviss
Dreifingaraðili: Givaudan

Vítamín     

Upprunaland: Frakkland, Miðausturlönd, Evrópa og Asía.
Dreifingaraðili: DSM

Kalíum joðíð

Upprunaland: Frakkland, Miðausturlönd, Evrópa og Asía.
Dreifingaraðili: DSM