Ef þú ert á þessari síðu í fyrsta sinn og hefur aldrei smakkað Hafragúrt Hreint: Hafragúrt. Þetta hljómar alveg smá eins og hljóð sem frumskógardýr myndi gefa frá sér, en það passar alveg fullkomlega við þessa vöru. Því alveg eins og jógúrt, þá er Hafragúrt frábært með granóla eða berjum, eða bara í smoothie eða í uppskriftir o.s.frv. Það er líka svipað þykkt og jógúrt. Jebb, þetta tvennt er alveg frekar geggjað. En þetta er ekki alveg eins og jógúrt því það er gert úr mjólk og hefur enga hafra, á meðan Hafragúrt er gert úr höfrum og hefur enga mjólk, sem er örugglega frekar augljóst, en það þýðir að Hafragúrt hefur betaglúkön* og ómettaðar fitur. **
Það var líka mögulegt að kalla Hafragúrt „gerjaðan hafragrunn“ en það hljómar bara ekki jafn vel. Eða það hljómar allavega ekki eins og frumskógardýr.
Ef þú hefur komið hingað áður og/eða hefur margoft smakkað Hafragúrt Hreint:
UPPSKRIFTIN HEFUR VERIÐ UPPFÆRÐ! OMG! HAFRAGÚRT HREINT 2.0 ER KOMIÐ!
Það má alveg bæta sumt sem er í uppáhaldi hjá manni, þrátt fyrir að það sé í miklu uppáhaldi. Svo að við fiktuðum aðeins í Hafragúrt Hreint og niðurstöðurnar voru svo góðar að við þurftum að uppfæra allt Hafragúrt Hreint í heiminum! Ef þú kannast allt í einu ekki við Hafragúrt, þá er það örugglega því við gerðum þetta: Við jukum sýrustigið örlítið, fjarlægðum bragðefnin, bættum við sérstöku salti til að jafna bragðið út og svo líka smá auka próteinum, og svo gerðum við það ennþá hvítara og rjómakenndara.