Cookies go nicely with oat drinks. As it happens, the digital kind do too. So is it okay with you if we use cookies on this site? What’s cookies?

Haframjólk m/appelsínu- og mangóbragði

oat drink - Haframjólk m/appelsínu- og mangóbragði (1 L)

Pælum aðeins í þeirri hugmynd að þú sért ekki alveg viss um hvernig maður drekkur hafra. Við því höfum við gott ráð: Prófaðu Haframjólk m/appelsínu- og mangóbragði. Hún inniheldur bæði ávexti og hafra og er frekar eins og frískandi smoothie. Eða kannski er þetta einmitt öfugt við þetta: Þú elskar að drekka hafra, en ert smá hikandi við ávextina.


Það sem er frábært

Þú þarft ekki að hugsa mikið um hvenær það „hentar“ að drekka hana, því það hentar nánast alltaf. Hún virkar sem fljótlegur morgunmatur, einfaldasta snarl í heiminum eða sem lúxus drykkur með mat á hversdagslegum þriðjudegi. Ef það skyldi svo koma tímapunktur þar sem þér finnst hann ekki alveg henta nægilega vel, þá veistu það næst, og getur forðast það sem hann hentaði ekki vel við. Svona pælum við í þessu allavega.

Það sem er ekki alveg jafn frábært

Við höfum sykrað haframjölið með frúktósa og bætt smá bragðefnum við sem og sítrónusýru. Af hverju gerðum við það? Til að láta drykkinn bragðast eins vel og hann gerir. Ekkert fer í vörurnar okkar að ástæðulausu. Ef við notum aukefni, þá er það vegna þess að við gátum ekki gert vöruna nægilega vel án þess.

oat drink - Haframjólk m/appelsínu- og mangóbragði (1 L)

Innihaldslýsing

Hafragrunnur (vatn, hafrar 10%), ávaxtaþykkni (frúktósi, appelsínu- og mangósafa þykkni, þykkni úr mangómauki, sýra (sítrónusýra), bragðefni, litarefni (beta karótín)). Inniheldur 8% appelsínusafa, 1% mangósafa, 1% mangómauk.

Næringargildi

Næringarupplýsingar fyrir 100 ml:
Orka 229 kJ/54 kkal
Fita 0.5 g
þar af mettuð 0.1 g
Kolvetni 11 g
þar af sykurtegundir 8.9 g*
Trefjar 0.8 g
Prótein 1.0 g
Salt 0.01 g

* U.þ.b. 4 g viðbættur frúktósi og u.þ.b. 4.5 g náttúrlegra sykurtegunda frá höfrum og ávöxtum.

Annað

Ávaxtaríkur morgunmatur, fyllandi snarl. Engin mjólk, ekkert soja. Þetta er upphaf (eða framhald) Oatly lífsins. Umbúðirnar geta verið við stofuhita óopnaðar. Umbúðir sem hafa verið opnaðar geymist í ísskáp.


Hvaðan koma innihaldsefnin?


Hafrar                          

Upprunaland: Ræktaðir í Svíþjóð                                    
Dreifingaraðili: Lantmännen Cerealia

Ávaxtaþykkni              

Upprunalönd: Brasilía, Argentína, Mexíkó, Indland, Eþíópía
Dreifingaraðili: Döhler