Cookies go nicely with oat drinks. As it happens, the digital kind do too. So is it okay with you if we use cookies on this site? What’s cookies?

Hafrasmurostur

Í ELDAMENNSKUNA - Hafrasmurostur (150 g)

Segðu cheese! Þetta er skrýtin leið til að byrja á vörulýsingartexta. Hann segir „cheese“, en heldur því samt ekki fram að nýja smuráleggið okkar sé í ostur, því það er það bara alls ekki. Það hefur bara nákvæmlega ekkert með ost að gera, nema að það er hægt að smyrja því á sama hátt og þessum rjómakenndu smurostum. Svo geturðu notað það í eldamennskuna til að gera alveg ótrúlega rjómakenndar sósur eða til að baka smákökur og ostakökur. Ef þú finnur það ekki í búðinni hjá öllum hinum Oatly vörunum, þá skaltu sjá hvort það sé að hanga með rjómakenndu „osta“ smuráleggunum – það sem þú ert að leita að er það sem hefur þetta dýrafría karma. Sjáumst.


Það sem er frábært

Nú skaltu ímynda þér að þú sért beygla og að þú vilt ekki vera þakin mjólkurvörum allan liðlangan daginn því þér finnst plöntumiðað mataræði mun framsæknara. Vandinn er að öllum sem finnst beyglur góðar finnst líka rjómaostur góður, sem þýðir að það sé bara tímaspursmál áður en þú algjörlega kaffærist í mjólkurvörum. En skyndilega, eins og þruma úr heiðskíru lofti, kemur fram smurálegg sem er 100% plöntumiðað, algjörlega kúamjólkur- og sojalaust, en virkar samt eins og rjómakenndustu rjómaostar sem til eru. Hugsaðu þér bara hversu glöð beygla þú myndir vera á því augnabliki.

Það sem er ekki alveg jafn frábært

Ef það er eitthvað neikvætt hérna, þá er það kannski bragðið. Eða réttara sagt, skortur á bragði. „Náttúrulegt er uppáhalds bragðið mitt“ sagði enginn aldrei. Það prófar enginn vín og bragðar vott af kirsuberjum, súkkulaði og einhverju náttúrulegu. Hins vegar, þá geturðu ekki hatað þetta. Þetta vekur ekki endilega spennu í bragðlaukunum þínum, en þetta truflar þá ekkert heldur. En hér er aðalatriðið: Þetta er náttúrulegt, og þegar þú pælir aðeins í því, þá er það kannski sænskasta bragð sem til er.

Í ELDAMENNSKUNA - Hafrasmurostur (150 g)

Innihaldslýsing

Vatn, hafrar, repjuolía, fullhert kókos- og repjuolía, kartöflusterkja, kartöfluprótein, joðbætt salt, bindiefni, pektín, sýra (eplasýra, mjólkursýra).

Næringargildi

Næringarupplýsingar fyrir 100 g:
Orka 970 kJ/234 kkal
Fita 20 g
þar af mettuð 8.0 g
Kolvetni 9.9 g
þar af sykurtegundir 3.6 g
Trefjar 0.9 g
Prótein 3.2 g
Salt 0.72 g

Annað

Smyrst eins og ostur, lítur út eins og ostur, er samt ekki ostur. 100% plöntumiðaður. Fullkomið í baksturinn eða til að breyta í krem ef þú ert mikið fyrir það.


Hvaðan koma innihaldsefnin?


Hafrar                          

Upprunaland: Ræktaðir í Svíþjóð                              
Dreifingaraðili: Lantmännen Cerealia

Repjuolía  

Upprunaland: Svíþjóð                                    
Dreifingaraðili: AAK

Fullhert kókosolía

Upprunaland: Malasía, Filippseyjar, Indónesía
Dreifingaraðili: AAK

Fullhert repjuolía

Upprunaland: Svíþjóð
 Dreifingaraðili: AAK

Kartöflusterkja

Upprunalönd: Holland, Þýskaland
Dreifingaraðili: Avebe

Kartöfluprótein

Upprunalönd: Holland, Þýskaland
Dreifingaraðili: Avebe

Salt                              

Upprunaland: Danmörk
Dreifingaraðili: Nouryon

Pektín

Upprunalönd: Argentína, Brasilía, Ítalía, Mexíkó, Perú, Úrúgvæ
Dreifingaraðili: Caldic

Eplasýra

Upprunaland: Ítalía
Dreifingaraðili: Univar

Mjólkursýra

Upprunaland: Taíland
Dreifingaraðili: Brenntag