Cookies go nicely with oat drinks. As it happens, the digital kind do too. So is it okay with you if we use cookies on this site? What’s cookies?

Heslihnetu Swirl

HAFRAÍS - Heslihnetu Swirl (500 mL)

Ókei, þegar við töluðum um hina ísana okkar (eins og þennan) gætum við hafa minnst á snilldina á bak við nálgun sem snýr að einfaldleika, en ef við eigum að vera alveg hreinskilin: hver vill borða eitthvað hversdagslegt og óspennandi þegar Heslihnetu Swirl ís er til? Og já, þetta er eins fáránlega frábært og það hljómar. Sko, þú ættir örugglega ekki að trúa öllu því sem þú lest á vefsíðum, sérstaklega um þeirra eigin vörur, en það er enginn ís betri en þessi. Nema þú sért súkkulaðisjúkur einstaklingur og það vill svo til að allir hjá Oatly eru það. Af því tilefni höfum við líka búið til súkkulaðiafbrigði af þessum lúxus ís: Súkkulaði Fudge er það sem við ákváðum að kalla hann, sérstaklega því það lýsir honum nákvæmlega eins og hann er.


Það sem er frábært

Þetta er rosalega mikill lúxus karamelluís sem inniheldur saltaða karamellusósu og sykurhúðaðar heslihnetur. Það þarf ekki að segja meira en það.

Það sem er ekki alveg jafn frábært

Ísinn inniheldur fullherta fitu. Ef hann gerði það ekki, væri ekki hægt að lýsa honum sem ís, en hægt væri að setja hann í sinn eigin einstaka flokk: fljótandi vöru með söltuðu karamellubragði og sykurhúðuðum heslihnetum. Til að vera alveg pottþétt á þessu, þá notum við plöntumiðaða og fullherta fitu. En þú varst líklega búinn að átta þig á því.

HAFRAÍS - Heslihnetu Swirl (500 mL)

Innihaldslýsing

Vatn, sykur, glúkósasíróp, hafrar, dextrósi, repjuolía, heslihnetur, fullhertar jurtaolíur (kókos, repju), kókosolía, tapíókasterkja, náttúruleg bragðefni, salt, ýruefni (ein- og tvíglýseríð af fitusýrum), brúnaður sykur, bindiefni (karóbgúmmí, gúargúmmí).

Inniheldur: 6% heslihnetur.

Næringargildi

Næringarupplýsingar fyrir 100 g:
Orka 1000 kJ/240 kkal
Fita 14 g
þar af mettuð 6.0 g
Kolvetni 28 g
þar af sykurtegundir 23 g
Trefjar 1.1 g
Prótein 1.4 g
Salt 0.28 g

Annað

Vegan ís er ekki hollari bara því hann er plöntumiðaður, þessi ís er alveg jafn óhollur og hver annar ís. Þess vegna er hann góður, sem á yfirleitt við um óholla hluti. Það að ávextir séu eins og nammi náttúrunnar? Það trúði því eiginlega enginn.


Hvaðan koma innihaldsefnin?


Sykur

Upprunaland: Svíþjóð
Dreifingaraðili: Nordic Sugar

Glúkósasíróp

Upprunaland: Frakkland
Dreifingaraðili: Roquette

Hafrar                          

Upprunaland: Ræktaðir í Svíþjóð                              
Dreifingaraðili: Lantmännen Cerealia

Dextrósi

Upprunaland: EU
Dreifingaraðili: Roquette

Repjuolía  

Upprunaland: Svíþjóð                                    
Dreifingaraðili: AAK

Heslihnetur

Upprunalönd: Tyrkland, Spánn, Ítalía
Dreifingaraðili: ASM/La Morella Nuts

Fullhert kókosolía

Upprunaland: Filippseyjar, Indónesía
Dreifingaraðili: AAK

Fullhert repjuolía

Upprunaland: Svíþjóð
Dreifingaraðili: AAK

Kókosolía

Upprunaland: Filippseyjar, Indónesía
Dreifingaraðili: AAK

Tapíókasterkja

Upprunaland: Frakkland, Ungverjaland, Bandaríkin
Dreifingaraðili: ASM

Náttúruleg bragðefni

Upprunaland: Svíþjóð
Dreifingaraðili: ASM

Salt

Upprunaland: Danmörk
Dreifingaraðili: Nouryon

Ýruefni (ein- og tvíglýseríð af fitusýrum)

Upprunaland: EU
Dreifingaraðili:  Swissgum AG

Brúnaður sykur

Upprunaland: Þýskaland
Dreifingaraðili: NordArom

Bindiefni (Gúmmí úr Jóhannesarbaun (e. locust bean gum))

Upprunaland: Ítalía
Dreifingaraðili: Kerry Ingredients

Bindiefni (Guar gúmmí)

Upprunaland: Indland
Dreifingaraðili: Kerry Ingredients