Cookies go nicely with oat drinks. As it happens, the digital kind do too. So is it okay with you if we use cookies on this site? What’s cookies?

Imat Visp Hafrarjómi

Í ELDAMENNSKUNA - Imat Visp Hafrarjómi (250 mL)

Þú hefur klárlega verið að bíða eftir þessum! Ef þessi síða lætur eins og hún viti nú þegar alveg heilan helling um þig, þá er það líklega vegna þess að komment af þessu tagi: „Hæ Oatly! Ætliði ekki að fara að gera þeyttan rjóma?“ hafa verið að safnast saman í kommentakerfunum okkar og innhólfum í mörg ár. Jafnvel þó þú sért bara nokkuð róleg manneskja sem ferð á netið af og til og hefur líklega aldrei beðið um þessa vöru, þá var þér hent inn með öllum þeim sem gerðu það – sorry, svona geta vörusíður eins og þessar stundum verið. Sko, málið er að þökk sé frábæru matvælavísindamannanna okkar, þá er iMat Visp Hafrarjóminn loksins kominn! Hvort sem hann er það sem þú hefur verið að bíða eftir, eða ekki, þá er hann alveg magnaður.


Það sem er frábært

Sænska útgáfan af þessari vöru er með 88% lægra kolefnisspor en þeyttur rjómi úr kúamjólkurvörum. Jebb, ÁTTATÍU-OG-ÁTTA prósent. Þér getur því liðið vel með framtíð jarðarinnar á meðan þú þeytir hafrarjómann í eins mikið flöff og þér sýnist. Svo geturðu líka skellt honum í kakóið, vöfflurnar eða notað með jarðarberjum, eða bara hellt honum beint úr umbúðunum til að gera það sem þú ert að elda rjómakenndara og betra á bragðið. Hann hefur allt til að geta kallast góður þeyttur rjómi, þ.á.m. ‚NO COW‘ kassann, sem er ekki oft skoðaður, en er samt alveg fáránlega frábær.

Það sem er ekki alveg jafn frábært

Margt í lífinu er frábært. En það gæti ekki verið það frábært að heyra að við þurftum að setja nokkur innihaldsefni í þessa vöru, sem gætu hljómað smá skelfilega (þ.e. ef vill svo til að þú hræðist orð sem byrja á E), en eru það í raun ekki. Það eru í raun mjög góðar ástæður fyrir þeim, því án þeirra, myndi þeytti hafrarjóminn okkar ekki vera þeytanlegur, sem myndi skemma nafnið á vörunni. Það gengur náttúrlega ekki. Til að vera aðeins nákvæmari, þá þurftum við að setja smá (plöntumiðaða) mettaða fitu í hann til að gefa honum þetta #1 þeytanlega einkenni sem allir vilja fá úr svona vöru. Við ákváðum að nota fullhertar kókos- og repjuolíur, því ólíkt þessum óþolandi hálf hertu olíum, þá inniheldur fullherta gerðin ekki neina transfitu, sem er gott.

Í ELDAMENNSKUNA - Imat Visp Hafrarjómi (250 mL)

Innihaldslýsing

Vatn, fullhertar jurtaolíur (kókos, repju), hafragrunnur (hafrar, vatn), maltódextrín, ýruefni (E472e, pólýsorbat 60), salt, sýrustillir (sódíum sítrat), bindiefni (E464, gellan gúmmí), litarefni (beta karótín).

Þessi vara inniheldur 5% hafra.

Næringargildi

Næringarupplýsingar í 100 ml:
Orka 1045 kJ/253 kkal
Fita 23 g
þar af mettuð 22 g
Kolvetni 11 g
þar af sykurtegundir 2.3 g
Trefjar 0.5 g
Prótein <0.5 g
Salt 0.22 g

Annað

Auðvelt að þeyta þegar hann er kaldur og enn auðveldara með rafmagnsþeytara.


Hvaðan koma innihaldsefnin?


Fullhert kókos- og repjuolía

Upprunaland: Svíþjóð, Indónesía, Filippseyjar
Dreifingaraðili: AAK

Hafrar

Upprunaland: Þýskaland, Svíþjóð, Pólland, Finnland, Lítháen, Danmörk, Tékkland.

Maltódextrín

Upprunaland: Frakkland, Ungverjaland, Slóvakía, Þýskaland, Rúmenía
Dreifingaraðili: Cargill

Salt

Upprunaland: Danmörk
Dreifingaraðili: Dansk Salt/Nouryon

Bindiefni (E464, E418), ýruefni (E472e, E435), sýrustillir (E331)

Upprunaland: Belgía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Holland, Bretland, Argentína, Bólivía, Brasilía, Chile, Kólumbía, Danmörk, Ekvador, Guyana, Indónesía, Ítalía, Malasía, Papúa Nýja-Gínea, Paragvæ, Perú, Filippseyjar, Suriname, Úrúgvæ, Venesúela, Austurríki, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Tékkland, Eistland, Finnland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ísrael, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Marokkó, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Taíland, Bandaríkin, Noregur
Dreifingaraðili: CP Kelco/Tate & Lyle

Litarefni (beta karótín)

Upprunaland: Þýskaland
Dreifingaraðili: NordArom