Cookies go nicely with oat drinks. As it happens, the digital kind do too. So is it okay with you if we use cookies on this site? What’s cookies?

Questions and answers

Innihalda vörur frá Oatly glúten?

Þar sem við gerum ríkar kröfur um að hráu hafrarnir okkar séu hreinir, getum við tryggt að vörur frá Oatly innihaldi minna en 100 ppm (mg/kg vara) af glúteni úr hveiti, rúgi og byggi. Þetta er í takt við vörur sem geta verið merktar sem vörur með „mjög lágt glúten“ og mega innihalda að hámarki 100 ppm af glúteni. Við tryggjum að allar vörurnar okkar fylgi þessum mörkum. Vörur sem eru merktar með „glútenfrítt“ mega ekki innihalda meira en 20 ppm af glúteni en glúteninnihaldið í vörum frá Oatly er ekki svo lágt.

Bandaríkin: Vörurnar okkar í Bandaríkjunum eru gerðar úr vottuðum glútenfríum höfrum og eru merktar sem glútenfríar.

Eru vörurnar okkar vegan?

Já, vörurnar okkar eru 100% plöntumiðaðar og án dýraafurða.

Viðmiðunarreglur fyrir innkaup

Við ákváðum að vera gagnsætt matvörufyrirtæki. Þetta þýðir að vefsíðan okkar sýnir m.a. hvaðan innihaldsefnin koma. Við kaupum vörur frá fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði okkar þegar kemur að gæðum, verði og hvort varan skili sínu. Vinnuferli og kaupstefna okkar uppfylla ráðleggingar frá Sameinuðu þjóðunum (UN) og sænskum yfirvöldum hvað varðar viðskiptasambönd við önnur lönd. Við hugum að málefnum eins og hvernig við getum gert umhverfið betra, hvernig við getum minnkað umhverfisáhrif matariðnaðarins og hvernig við getum bætt heilsu fólks með því að minnka dýramiðaða matarneyslu.