Cookies go nicely with oat drinks. As it happens, the digital kind do too. So is it okay with you if we use cookies on this site? What’s cookies?

It's Swedish

Fyrir sirka 30 árum síðan, í landi sem er ranglega þekkt fyrir að hafa ísbirni röltandi um göturnar, var ekkert Oatly til, heldur bara einhverjir rannsakendur frá þekktum háskóla að nördast við að reyna að finna leiðir til að breyta höfrum í mjólk og búa til framleiðsluferli til að halda betaglúkani (stórt og vísindalegt orð fyrir leysanlega trefja) ósködduðu svo við gætum framleitt alls konar haframjólk, hafrarjóma, hafrasmurálegg og Ikaffe haframjólk og deilt svo þessari hafrasögu á vefsíðunni okkar þannig að einn daginn gæti verið að þú myndir lesa hvernig fyrsti hafradrykkur í heiminum var fundinn upp og fullkomnaður, sem gæti leitt til þess að þú myndir vilja prófa hann, og að hógværu mati gaursins sem er að skrifa þessa ótrúlega löngu setningu, yrði það algjörlega „oatsome“.

The most amazing fibers

Ef þú vilt senda tölvupóst eða streyma kvikmynd, þá virka ljóstrefjar vel, en ef þú vilt bara fá trefja í líkamann svo að hann geti fengið sína réttlætanlegu næringu, þá eru eitt eða tvö glös af fljótandi höfrunum okkar frekar góð leið til þess.

We only do oats

Við höfum ekki eina einustu hugmynd um möndlur eða soja eða kýr. Það eina sem við vitum um eru hafrar - hvernig á að rækta þá, uppskera og breyta þeim í hressandi vörur sem þú getur tekið með heim og notað til að gleðja líkamann.

Upprunalega hugmyndin okkar snemma á 10. áratugnum var að búa til plöntumiðaðan drykk sem væri í takt við þarfir fólks og jarðarinnar og við stefnum á að halda áfram að búa til bestu og frábærustu fljótandi hafra sem hægt er að finna, hvar sem þú leitar. Vonandi er það í lagi þín vegna.

The Oatly Way

Upprunalega hugmyndin með Oatly var að finna leið til að búa til næringarríka drykkjarvöru fyrir fólk sem fannst kúamjólk ekki góð eða vildi ekki nota hana vegna persónulegra ástæðna. Nú á dögum er mögulegt að búa til drykk beint úr höfrum í stað þess að gefa kúm hafra og bíða eftir að þær vinni úr þeim og geri úr þeim mjólk. En þegar við byrjuðum á 10. áratugnum, héldu flestir að við værum klikkuð. Það er samt í lagi, eins og er erum við ánægð á þeim stað sem við erum – að búa til gæðavörur úr höfrum fyrir þig til að njóta – og þannig er það bara, takk kærlega.

We promise to be a good company
  • Við erum ekki fullkomið fyrirtæki, ekki einu sinni nálægt því, en áætlanir okkar eru sannar. Okkur langar til að vera metin út frá því góða sem við gerum, ekki bara vegna alls þess fallega sem við segjum.
  • Okkar markmið er að búa alltaf til vörur sem hafa næringargildi í hámarki og hafa sem minnst áhrif á umhverfið.

  • Við lofum að vera gott fyrirtæki, sem þýðir að okkar hvati til að hjálpa fólki að lifa betra lífi sitt kemur alltaf á undan leit að hagnaði.

  • Viðstefnumaðþvíaðframleiðahreinustuogábyrgustuvörurnarámarkaðnum og erum stöðugt að leita eftir betri leiðum til að gera vörurnar okkar enn betri. Hefurðu einhverjar hugmyndir? Sendu okkur þær endilega hingað.

  • Við vonumst til þess að gera matariðnaðinn að heiðarlegri stað með þeirri yfirlýsingu að vera algjörlega gagnsæ í öllu sem við gerum.

Swedish independent

Við vitum hvernig það hljómar. Hávaxin, ljóshærð, falleg, „hard to get“, ótrúlega frjálslynd, bundin engum böndum og án ábyrgðakenndar. Því miður þurfum við að valda þér vonbrigðum, því við erum ekki svona. Við erum hinn Svíinn – Nokkuð þreytandi, mjög praktísk, ótrúlega hreinskilin og þekkt fyrir að vera dugleg og sjálfstæð - ekki út af því að við viljum ekki vera félagslynd, heldur því við viljum eiga rétt á að segja það sem okkur finnst og gera það sem við höldum að sé rétt. Ef við myndum vilja vera einn af þessum risastóru matvælaframleiðendum, eða láta gamlan mann við skrifborð í hárri byggingu taka ákvarðanir fyrir okkur, myndum við öll hætta í vinnunni og fara að vinna fyrir gamlan mann við skrifborð í hárri byggingu sem tekur risastórar matvælaframleiðendaákvarðanir fyrir okkur. Ekki séns að það gerist.