Vanillusósa

Helltu þessari vanillusósu á hvað sem þú vilt til að breyta því í desert sem nær allir geta notið.

HAFRAR Í EFTIRRÉTT

Þú getur þeytt þessa vanillusósu úr höfrum til að gera hana silkimjúka og hellt henni yfir bökuð epli, bökur, ávaxtakökur, vínarbrauð eða nær hvað sem er til að fá hýrt augnarráð frá tengdó, bófum eða hverjum sem þú vilt hanga með. Það kemur okkur bara ekkert við.

Eins og flöffí vanillunammi, en hafrar

Hún er úr höfrum, sem þýðir að hún er búin til úr einhverju sem vex glæsilega beint úr jörðinni. Reyndar kemur viðbætti sykurinn líka úr einhverju sem vex beint úr jörðinni, þannig að það þýðir kannski ekki mikið í þessu samhengi. En við héldum kannski að það myndi gleðja þig að vita að þú getur notið sætra eftirrétta án þess að blanda dýrum í málið, það er nóg að hafa bófana úr síðustu málsgrein.

Meira um þessa vöru

 • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

  Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

 • Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?

  Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.

 • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

  Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

 • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

  Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

Ingredients

Vatten/vann, socker/sukker, HAVRE 9%, rapsolja/rapsolje, fullhärdad/fullt herdet kokos- och rapsolja/rapsolje, emulgeringsmedel (E472b, E472e), vaniljarom/vaniljearoma, stabiliseringsmedel (xanthan gummi), joderat salt, färgämne/fargestoff (betakaroten).

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100ml:,
Orka700kJ/168kcal
Fita11g
þar af mettuð6.2g
Kolvetni16g
þar af sykurtegundir13g
Trefjar0.9g
Prótein0.8g
Salt0.14g