Chocolate Fudge

Yfirleitt tölum við mikið um trefjana okkar, ómettuðu fiturnar og vítamínin og við erum líka alltaf að tala um hollu hafrana okkar og hversu fjölbreyttar vörurnar okkar eru. En þegar kemur að Súkkulaði Fudge ísnum okkar, erum við eiginlega að fara í öfuga átt við það. Án þess að hafa farið með þetta til næringarfræðingsins okkar fyrst, þá er hægt að segja að þessi ís brjóti öll okkar met þegar kemur að óhollustu, ójafnvægi og kæruleysislegu hömluleysi. En bíddu halló. Ef þú ætlar að fá þér ís, af hverju ekki að gera það á almennilegan hátt?


WHAT'S AMAZING

Þrjú stutt atriði:
• Kakóið er vottað af Cocoa Horizon Foundation sem þýðir að kakóbaunirnar sem við notum eru ræktaðar og unnar með sjálfbærni að leiðarljósi enda viljum við leggja okkar að mörkum við að tryggja náttúruvæna kakó-ræktun og nýsköpun.
• Nýjar umbúðir með 79% minna kolefnisspori en gömlu umbúðirnar.
• Vegan! (Já, auðvitað! Eins og alltaf. Þrennt hljómar bara einhvern veginn betur en tvennt).

WHAT MIGHT BE LESS AMAZING

Sú staðreynd að hægt sé að kalla ísinn okkar ís, þýðir að hann uppfyllir vissar grunnreglur varðandi þykkt. Það þýðir líka að hann sé kaldur, sem hjálpar augljóslega til við að halda honum í föstu formi. Bindiefni hjálpa líka til við það, en ómettuð fita er ekki svo góð í því, svo við notum öðruvísi fitu – plöntumiðaða fullherta fitu. Ef þetta er smá ruglandi, þá skaltu ekki hafa áhyggjur. Þú munt skilja þetta fullkomlega þegar þú færð þér ísinn í skál eða í brauðformi og færð þér einn bita.

Meira um þessa vöru

 • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

  Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

 • Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?

  Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.

 • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

  Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

 • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

  Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

Ingredients

Water, sugar, glucose syrup, OATS, dextrose, rapeseed oil, fully hydrogenated vegetable oils (coconut, rapeseed), fat reduced cocoa powder 2,7%, coconut oil, cocoa butter, emulsifier (mono- and diglycerides of fatty acids), corn starch, stabilisers (locust bean gum, guar gum), salt, cocoa extract, natural vanilla flavouring, colour (plain caramel). Contains 10 % vanilla fudge and 10 % cocoa sauce.

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100g:,
Orka1008kJ/241kcal
Fita11g
þar af mettuð5.8g
Kolvetni34g
þar af sykurtegundir27g
Trefjar1.3g
Prótein1.3g
Salt0.08g