Vanilla

Einföldustu hlutirnir í lífinu eru oftast þeir bestu. Sólsetur, kalt vatnsglas, að spila á harmonikku og svo að lesa um vöru á vefsíðu. Svo má auðvitað ekki gleyma vanilluís. Hann er ekki flókinn, er smart og er algjörlega tilgerðarlaus. Hann er bara geggjaður vegna einfaldleikans og í raun bara algjör snilld. Hann er reyndar ennþá meiri snilld núna heldur en þegar fyrri setningin var skrifuð, þökk sé nýrri og enn vanillulegri uppskrift.

WHAT'S AMAZING

GERÐUR ÁN ÞESS AÐ GANGA ÓÞARFLEGA Á AUÐLINDIR JARÐARINNAR! Já, okkur finnst þessi orð réttlæta stóru stafina, og auk þeirrar augljósu staðreyndar að þetta er plöntumiðað góðgæti úr höfrum í stað kúamjólkur – sem hlífir jörðinni nú þegar við alveg helling af koldíoxíð jafngildi (CO2e) – þá höfum við sett ísinn í endurvinnanlegar umbúðir úr PEFC vottuðum pappa frá sjálfbærum skógum.

WHAT MIGHT BE LESS AMAZING

Ef þú vilt gera nákvæmlega eins eintak af hafraísnum okkar heima í eldhúsinu, þá ættirðu að vita nokkur atriði. Við erum að setja þetta hér í „það sem er ekki alveg jafn frábært“, en þetta gæti líka farið í „innihaldsefni sem erfitt er að fá ef þú vilt gera þinn eigin hafraís“ eða „aha, gangi þér vel með þetta“.

- Bindiefni. Ís á það til að breyta lögun sinni þegar hann er tekinn úr frystinum, og jafnvel þó að ‚bindiefni‘ sé líklega ekki á toppi þeirra orða sem hljóma ljúffeng, þá er það frekar þekkt í ísbransanum.
- Fullhert fita. Mettaða fitan sem finnst í kúamjólk veldur því að ís úr kúamjólkurvörum heldur sér í heilu lagi í stað þess að dreifast út um allt á furðulegan hátt (eins og í Youtube myndböndum þar sem geimfarar drekka vatnsdropa sem eru fljótandi í loftinu). Í staðinn fyrir mettuðu fituna fundum við leið til að nota fullherta fitu úr plöntum, og það virkar bara frekar vel.
- Ást, umhugsun og umhyggja sem fer í hafragrunninn okkar frá verksmiðjunni okkar í Landskrona. Ótrúlega erfitt að gera heima.

Meira um þessa vöru

 • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

  Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

 • Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?

  Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.

 • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

  Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

 • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

  Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

Ingredients

Water, OATS, sugar, dextrose, rapeseed oil, glucose syrup, fully hydrogenated vegetable oils (coconut, rapeseed), coconut oil, emulsifier (mono-and diglycerides of fatty acids), stabilisers (locust bean gum, guar gum), natural flavour, salt, vanilla seeds, colour (beta carotene)

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100g
Orka907kJ/217kcal
Fita13g
þar af mettuð6.8g
Kolvetni24g
þar af sykurtegundir21g
Trefjar0.8g
Prótein0.8g
Salt0.10g