Cookies go nicely with oat drinks. As it happens, the digital kind do too. So is it okay with you if we use cookies on this site? What’s cookies?

Vanillu

HAFRAÍS - Vanillu (500 mL)

Einföldustu hlutirnir í lífinu eru oftast þeir bestu. Sólsetur, kalt vatnsglas, að spila á harmonikku og svo að lesa um vöru á vefsíðu. Svo má auðvitað ekki gleyma vanilluís. Hann er ekki flókinn, er smart og er algjörlega tilgerðarlaus. Hann er bara geggjaður vegna einfaldleikans og í raun bara algjör snilld. Hann er reyndar ennþá meiri snilld núna heldur en þegar fyrri setningin var skrifuð, þökk sé nýrri og enn vanillulegri uppskrift.


Það sem er frábært

GERÐUR ÁN ÞESS AÐ GANGA ÓÞARFLEGA Á AUÐLINDIR JARÐARINNAR! Já, okkur finnst þessi orð réttlæta stóru stafina, og auk þeirrar augljósu staðreyndar að þetta er plöntumiðað góðgæti úr höfrum í stað kúamjólkur – sem hlífir jörðinni nú þegar við alveg helling af koldíoxíð jafngildi (CO2e) – þá höfum við sett ísinn í endurvinnanlegar umbúðir úr PEFC vottuðum pappa frá sjálfbærum skógum.

Það sem er ekki alveg jafn frábært

Ef þú vilt gera nákvæmlega eins eintak af hafraísnum okkar heima í eldhúsinu, þá ættirðu að vita nokkur atriði. Við erum að setja þetta hér í „það sem er ekki alveg jafn frábært“, en þetta gæti líka farið í „innihaldsefni sem erfitt er að fá ef þú vilt gera þinn eigin hafraís“ eða „aha, gangi þér vel með þetta“.

- Bindiefni. Ís á það til að breyta lögun sinni þegar hann er tekinn úr frystinum, og jafnvel þó að ‚bindiefni‘ sé líklega ekki á toppi þeirra orða sem hljóma ljúffeng, þá er það frekar þekkt í ísbransanum.
- Fullhert fita. Mettaða fitan sem finnst í kúamjólk veldur því að ís úr kúamjólkurvörum heldur sér í heilu lagi í stað þess að dreifast út um allt á furðulegan hátt (eins og í Youtube myndböndum þar sem geimfarar drekka vatnsdropa sem eru fljótandi í loftinu). Í staðinn fyrir mettuðu fituna fundum við leið til að nota fullherta fitu úr plöntum, og það virkar bara frekar vel.
- Ást, umhugsun og umhyggja sem fer í hafragrunninn okkar frá verksmiðjunni okkar í Landskrona. Ótrúlega erfitt að gera heima.

HAFRAÍS - Vanillu (500 mL)

Innihaldslýsing

Vatn, hafrar, sykur, dextrósi, repjuolía, glúkósasíróp, fullhertar jurtaolíur (kókos, repju), kókosolía, ýruefni (ein- og tvíglýseríð af fitusýrum), bindiefni (karóbgúmmí, gúargúmmí), náttúruleg bragðefni, salt, vanillufræ, litarefni (beta-karótín).

Næringargildi

Næringarupplýsingar fyrir 100 g:
Orka 909 kJ/218 kkal
Fita 13 g
þar af mettuð 6.8 g
Kolvetni 24 g
þar af sykurtegundir 22 g
Trefjar 0.8 g
Prótein 0.8 g
Salt 0.10 g

Annað

Varðandi bráðnunar-vandann: Ísinn vill gjarnan bráðna nema þú borðir hann í umhverfi sem er í kringum -1 °C. Þetta þýðir að staðurinn sem þú velur að njóta íssins á gæti haft áhrif á hversu hratt hann mun bráðna.


Hvaðan koma innihaldsefnin?


Hafrar                          

Upprunaland: Ræktaðir í Svíþjóð                              
Dreifingaraðili: Lantmännen Cerealia

Sykur

Upprunaland: Svíþjóð
Dreifingaraðili: Nordic Sugar

Dextrósi

Upprunaland: EU
Dreifingaraðili: Roquette

Repjuolía  

Upprunaland: Svíþjóð                                    
Dreifingaraðili: AAK

Glúkósasíróp

Upprunaland: Frakkland
Dreifingaraðili: Roquette

Fullhert kókosolía

Upprunaland: Filippseyjar, Indónesía
Dreifingaraðili: AAK

Fullhert repjuolía

Upprunaland: Svíþjóð
 Dreifingaraðili: AAK

Kókosolía

Upprunaland: Filippseyjar, Indónesía
Dreifingaraðili: AAK

Ýruefni (ein- og tvíglýseríð af fitusýrum)

Upprunaland: Holland
Dreifingaraðili: Kerry Ingredients

Bindiefni (Gúmmí úr Jóhannesarbaun (e. locust bean gum))

Upprunaland: Ítalía
Dreifingaraðili: Kerry Ingredients

Bindiefni (Guar gúmmí)

Upprunaland: Indland
Dreifingaraðili: Kerry Ingredients

Náttúruleg bragðefni

Upprunaland: Svíþjóð
Dreifingaraðili: IMCD

Salt

Upprunaland: Danmörk
Dreifingaraðili: Nouryon

Vanillufræ

Upprunalönd: Madagaskar, Indland,  Papúa Nýja-Gínea
Dreifingaraðili: IMCD

Litarefni (beta-karótín)

Upprunaland: Svíþjóð
Dreifingaraðili: Nordarom