Haframatreiðslurjómi Lífrænn

Rjómakennd og lífræn matreiðsluaðstoð úr plöntum með ómettaðri fitu að mestu sem gefur matnum þínum mjúka og þykka áferð, án rjóma úr kú.

HANN ER LÍFRÆNN!

Rjómakenndur matreiðslufélagi úr plöntum sem bæði vegan- og kjötætuvinir þínir geta notið í kompaníi við afa þinn sem er að reyna að lækka kólesterólið og vinkonu þína með mjólkuróþolið. Því það er enginn rjómi úr kú í honum og það er minni mettuð fita en í matreiðslurjóma úr dýrum. Það geta því nær allir borðað þegar honum er hellt í kássuna þína! Það hljómar hreinlega eins og allir geti verið með!

Minni mettuð fita

Gerður til að virka eins og venjulegur rjómi úr kú, en fyrir manneskjur sem vilja borða meiri mat úr plöntum og minna af mettaðri fitu*. Þú getur eldað hann með suðu eða notað hann kaldan og hann kemur í handhægum 1 lítra umbúðum. Engar mjólkurvörur, ekkert soja og gerður með lífrænum hráefnum.

*Með því að skipta mettaðri fitu í mataræðinu þínu út fyrir ómettaða viðheldur það ráðlögðu kólesterólmagni í blóðinu, ásamt fjölbreyttu mataræði og heilbrigðum lífsstíl.

Eco-code: SE-EKO-01

Meira um þessa vöru

 • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

  Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

 • Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?

  Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.

 • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

  Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

 • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

  Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

Ingredients

Vatten/vann, rapsolja*, HAVRE* 9%, emulgeringsmedel (lecitiner)**, stabiliseringsmedel (xantangummi, gellangummi), surhetsreglerande medel (kalciumkarbonat), havssalt. *KRAV-certifierad råvara. **EU-ekologisk råvara.

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100ml:,
Orka611kJ/148kcal
Fita13g
þar af mettuð1.1g
Kolvetni6.2g
þar af sykurtegundir3.0g
Trefjar0.9g
Prótein1.0g
Salt0.11g