Haframjólk M/Súkkulaði

Löglega megum við ekki kalla þetta súkkulaðimjólk og bara eins gott. Þú ert fullorðinn manneskja og fullorðnir drekka hvort eð er ekki súkkulaðimjólk.  

Hvenær ætti fullorðið fólk að drekka súkkulaði?

Allt á sinn stað og tíma og fyrir Haframjólk M/Súkkulaðibragði okkar er það hvaða staður og hvaða tími sem er. Þú getur drukkið hana heita, kalda eða volga og það má geyma hana við stofuhita í langan tíma áður en hún er opnuð. Helltu henni í glas eða bolla og skelltu í örbylgjuna til að búa til heitt súkkulaði, eða kældu hana og settu í fínt kampavínsglas til að skála, það má allt með þessum súkkulaðidrykk, sem inniheldur vítamínin D2, B12, ríbóflavín og svo kalk. 

ÚR PLÖNTUM OG VOTTUÐ

The Cocoa Horizon Foundation vottar að kakóið sem við notum er unnið með sjálfbærum hætti, hjálpar við að bæta lifibrauð kakóbænda og styður nýsköpun í kakórækt. Hentar vegan grænkerum, grænmetisætum og manneskjum sem eru hvorugt en langar að borða fleiri plöntur. 

Meira um þessa vöru

 • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

  Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

 • Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?

  Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.

 • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

  Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

 • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

  Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

Ingredients

Vatten, HAVRE 10%, socker 3,3%, kakaopulver 1%, rapsolja, mineraler (kalciumkarbonat, kalciumfosfater, kaliumjodid), salt, aromer, vitaminer (D2, riboflavin, B12).

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100ml:,
Orka273kJ/65kcal
Fita1.5g
þar af mettuð0.2g
Kolvetni11g
þar af sykurtegundir6.8g
Trefjar1.1g
Prótein1.3g
Salt0.16g
D-vítamín1.1μg (22%*)
Ríbóflavín0.21mg (15%*)
Vitamin B120.38μg (15%*)
Kalsíum120mg (15%*)
Joð22.5μg (15%*)