Haframjólk ikaffe

Við gerðum þessar litlu iKaffe-umbúðir fyrir kaffisérfræðinga sem njóta þess að neyta í hófi og fíla krúttlegar umbúðir. 

Byrjaðu lítið

Ertu kannski ekki viss um haframjólk eða býrð eins þíns liðs með pínulítinn ísskáp, eða bæði? Hvort sem það er þá hefur iKaffe sama ríkulega og hlutlausa bragðið sem fæst með blöndu af höfrum og ómettaðri fitu og hið venjulega 1L iKaffe, bara minna af öllu … nema bragði. Parast fullkomlega með hvaða heita drykk sem er, eins og kaffi, te eða heitu súkkulaði, og hefur sömu ríkulegu og rjómakenndu áferðina, en aðeins hálfa skuldbindinguna. Ef þú ert ennþá ekki viss eftir kaupin bíður varan þolinmóð í langan tíma við stofuhita áður en þú ákveður að opna hana. Engar mjólkurvörur, ekkert soja, bara krúttlegustu umbúðirnar okkar hingað til. 

Það sama en bara til hálfs

Við sjáum enga ástæðu til að setja neitt í vörurnar okkar sem er ekki algjörlega nauðsynlegt og hefur fengið algjört samþykki til neyslu. Til dæmis notum við sýrustilli sem hjálpar þessari fyrir-kaffi-en-virkar-með-næstum-öllu vöru að standast faglegar kröfur sem kaffibarþjónar gera, og okkur datt í hug að það væri líka þér að skapi, þó þú sért bara að brugga heima hjá þér. Við teljum að enginn drekki kaffi til að fá nauðsynlega næringu, en við héldum kannski að þú kynnir að meta að við setjum sömu vítamínin og steinefnin í Ikaffe-vörurnar okkar og við setjum í flesta aðra haframjólk. Allt er plöntumiðað og framleitt með sjálfbærni í huga. 

Meira um þessa vöru

 • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

  Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

 • Hvernig nota ég þennan hafradrykk?

  Í eldamennskuna og baksturinn 

  1. Veldu hvaða uppskrift sem er til að elda eða baka. 

  2. Þar sem uppskriftin tilgreinir mjólk, notaðu hafradrykk í staðinn.

  Í kaffi, te eða heitt súkkulaði 

  1. Gerðu allt tilbúið. 

  2. Notaðu þennan hafradrykk í stað kúamjólkur 

  Til drykkjar 

  1. Helltu þessum hafradrykk í glas eða bolla. 

  2. Drekktu 

  Þarfnastu frekari innblásturs? 
  Sjáðu “Will it Swap? 

 • Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?

  Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.

 • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

  Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

 • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

  Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

Ingredients

Vatten/vann/vand, HAVRE 10%, rapsolja, surhetsreglerande medel/surhedsregulerende middel (dikaliumfosfat), mineraler (kalciumkarbonat, kaliumjodid), salt, vitaminer (D2, riboflavin, B12).

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100ml:,
Orka257kJ/61kcal
Fita3.0g
þar af mettuð0.3g
Kolvetni7.1g
þar af sykurtegundir3.4g
Trefjar0.8g
Prótein1.1g
Salt0.10g
D-vítamín1.1μg (22%*)
Ríbóflavín0.21mg (15%*)
Vitamin B120.24μg (9.6%*)
Kalsíum120mg (15%*)
Joð22.5μg (15%*)