Haframjólk ikaffe

Besta haframjólkin fyrir kaffisérfræðinga og fólk sem þykist vera það heima hjá sér. Þú getur notað hana í staðinn fyrir mjólk, gert froðu úr henni, eða eitthvað.  

hægt að freyða í pínulitla froðu!

Við reynum að ofnota ekki hugtök eins og „fyrsta flokks“, en ef þú þekkir haframjólk og/eða kaffi vel og hefur sterka skoðun á því að kaffi ætti að vera eingöngu úr plöntum, jafnvel þegar því er blandað við aðra drykki, er þessi rjómakenndi og ljúffengi drykkur fyrsta flokks vara sem við höfum gert sérstaklega fyrir fyrsta flokks fólk eins og þig. Það má geyma hann í rosalega langan tíma. Ríkulega en um leið hluthlausa bragðið er komið vegna blöndu af ljúffengum höfrum og ómettaðri fitu sem gerir sérhvern heitan drykk, eins og kaffi, te eða heitt kakó, virðast hafa farið í gegnum einhvers konar uppfærsluferli. Nei, við skulum kalla það fyrsta flokks uppfærsluferli. 

Fyrir fagfólkið (og fólkið sem ekki er í faginu)

Við setjum aldrei neitt í vörurnar okkar sem er ekki algjörlega nauðsynlegt og hefur fengið algjört samþykki til neyslu. Til dæmis hjálpar sýrustillirinn sem við notum Ikaffe að standast faglegar kröfur sem kaffisérfræðingar gera, þannig að þó þú sért meira bara að brugga kaffi heima hjá þér ætti hann að standast þínar kröfur líka. Þó við teljum að enginn drekki kaffi til að fá nauðsynlega næringu héldum við kannski að þú kynnir að meta að við setjum sömu vítamínin og steinefnin í Ikaffe og við setjum í flesta aðra haframjólk. Engar mjólkurvörur, ekkert soja og ekkert sem skilur sig frá kaffinu. 

Meira um þessa vöru

  • Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?

    Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.

  • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

    Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

Ingredients

Vatten/vann/vand, HAVRE 10%, rapsolja, surhetsreglerande medel/surhedsregulerende middel (dikaliumfosfat), mineraler (kalciumkarbonat, kaliumjodid), salt, vitaminer (D2, riboflavin, B12).

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100ml:,
Orka257kJ/61kcal
Fita3.0g
þar af mettuð0.3g
Kolvetni7.1g
þar af sykurtegundir3.4g
Trefjar0.8g
Prótein1.1g
Salt0.10g
D-vítamín1.1μg (22%*)
Ríbóflavín0.21mg (15%*)
Vitamin B120.24μg (9.6%*)
Kalsíum120mg (15%*)
Joð22.5μg (15%*)