Skip to content

Jarðarberja

Jarðarber og hafrar - vaxa bæði í jarðvegi, saman í ísköldum félagsskap. Þessi pörun er svo geggjuð að þú gætir velt fyrir þér ástæðu þess að enginn hafi spáð í þetta áður. (Kannski hefur einhver í fjarlægri vetrarbraut pælt í þessu áður, en samkeppnisgreiningin okkar stoppar við ósónlag jarðarinnar). Allavega, við erum nokkuð viss um að það sé jarðarberjaís úr höfrum nálægt þér einmitt núna, þá líklega í frysti í matvörubúð, eða ef heppnin er með þér, í þínum eigin frysti ef einhver skyldi hafa sett hann þangað þegar þú sást ekki til (ekki á creepy hátt, kannski var það vinur eða fjölskyldumeðlimur). Hann er alveg mergjaður þegar hann er borðaður með skeið, en það er líka alveg hægt að drekka hann ef hann er bráðinn.

What’s Amazing

Ef við tökum ekki með í reikninginn hversu augljóslega sérstakt það er að vera ís úr höfrum, þá gæti líka verið viðeigandi að benda á að það eru alvöru jarðarber í þessum ís sem eru gerð úr höfrum. Að minnsta kosti 15% þessarar vöru eru einföld og unaðsleg ber sem búið er að hakka og blanda saman á svo fullkomin hátt að ef það væri sumar og þú værir úti á túni að borða rauð og safarík jarðaber, þá myndirðu ekki þurfa að prófa þessa vöru því þú myndir vita nákvæmlega hvernig hún bragðaðist.

Engin gervibragðefni í dulargervi sem jarðarber, rjómi, sjóræningjar eða bara hvað sem er.

Fernan er gerð úr PEFC vottuðum pappa frá sjálfbærum skógum og er algjörlega endurvinnanleg (það veltur á borginni sem þú býrð í, en halló, borgir, komið ykkur í nútímann).

What might be less amazing

(Athugasemd! Ef þú ert ekki í stuði fyrir að lesa þetta sem kemur hér fyrir neðan, þá geturðu bara lesið orðin sem eru feitletruð til að fá samantekt).

Eins og þú gætir hafa hugsað þér, þá er ekki auðvelt að búa til hafraís, því það eru vissir eiginleikar í kúamjólk og rjóma sem gera ís úr kúamjólkurvöru sérstakan. Ef við tökum dæmi, þá þurfum við eitthvað í staðinn fyrir mettuðu fiturnar sem koma úr kúamjólk og rjóma, en það finnst ekki í höfrum. Ómettaðar fitur eru yfirleitt frábærar, en ef við pælum í þeim í samhengi við ís, þá gera þær ísinn fljótandi og ekki mjög ís-legan. Þannig að við ákváðum að nota plöntumiðaða fullherta fitu, sem þýðir að búið er að metta ómettuðu fituna. Við blönduðum líka smá bindiefni í hann, sem er auðvitað galli ef þú fílar bráðinn ís. En í þannig tilfellum er kannski gott að sleppa bara hlutanum þar sem þú setur ísinn í frystinn (við mælum þó ekki opinberlega með því).

Last but not least

Ef þú berð miklar tilfinningar til jarðarberjaíssins, þá mælum við eindregið með öðrum ísum frá okkur sem eru alveg jafn æðislegir og haframiðaðir. Kannski gætirðu prófað Súkkulaði Fudge. Ójá, hann er góður.

Fleiri spurningar? Svör við algengum spurningum má finna hér.

Ingredients

Vatn, jarðarber 15%, sykur, hafrar, dextrósi, repjuolía, glúkósasíróp,  fullhertar jurtaolíur (kókos, repju), kókosolía, ýruefni (ein- og tvíglýseríð af fitusýrum), bindiefni (karóbgúmmí, gúargúmmí), náttúruleg bragðefni, rauðrófuþykkni, salt.

Nutritional value

Næringarupplýsingar fyrir 100 g:

Orka
825 kJ/197 kkal
Fita
10 g
þar af mettuð
5.4 g
Kolvetni
26 g
þar af sykurtegundir
23 g
Trefjar
0.9 g
Prótein
0.7 g
Salt
0.08 g
The Oatly process

How do we make our oat drinks?

Our oat base is just oats and water. But it’s what we do with those oats and that water that makes Oatly so special.