Haframjólk
Við erum svo stolt af þessum drykk. Hann inniheldur ekki bara hafra, heldur líka hreint vatn, repjuolíu, örlítið af salti og svo auka vítamín (D2, ríbóflavín, B12) og kalsíum. Það sem er alveg frábært er að það er hægt að geyma hann við stofuhita og svo er hann líka fullkominn til að taka með sér hvert sem er.
Það er frekar furðulegt að gefa út leiðbeiningar um hvernig eigi að nota haframjólk (sem er nákvæmlega ástæða þess að við gerum það ekki), en ef þú komst hingað bara því þig skortir leiðbeiningar, þá getum við auðvitað hjálpað til. Sko, þú notar haframjólk á sama hátt og þú notar kúamjólk – þú getur hellt henni út á morgunkornið, drukkið hana úr glasi, notað í pönnukökudeig eða komist að því hvernig hafratrefjar geta gert morgunbollurnar þínar sjúklega mjúkar. Þú tekur kannski ekki beint eftir því, en haframjólkin okkar inniheldur mikilvæga * trefja (= betaglúkan á leiðbeiningatungumáli), en það sem þú munt taka strax eftir er góða bragðið sem kemur um leið og þú smakkar hana.
What's Amazing
Þessi drykkur er gerður úr höfrum sem eru ræktaðir í hreinum jarðvegi og vaxa vel í rigningu og sól, og þeir eru þekktir fyrir að innihalda trefjar og alls konar góðgæti, eins og betaglúkan*.
What might be less amazing
Stundum er ekki hægt að fá tvær óskir uppfylltar í einni, ekki einu sinni þegar kemur að haframjólk. Svo að í augnablikinu þarfu að velja á milli þessarar vítamínbættu útgáfu (ólífræn) eða þessarar lífrænu útgáfu (án vítamína). Reglugerðir koma í veg fyrir að við getum bætt við vítamínum og kalsíum í lífrænan drykk.
Og ef þú ert að leita að haframjólk til að nota í kaffi eða te, þá skaltu leita hér.
Last but not least
Engin mjólk, ekkert soja. Hentar bæði fyrir vegan og þá sem eru það ekki. Hægt að hafa við stofuhita í langan tíma.
* Betaglúkan er gott fyrir hjartað. Þar sem það er hluti af fjölbreyttu mataræði og heilsusamlegum lífstíl, þá á það þátt í að viðhalda góðum kólesterólmagni í blóðinu. Eitt 250-ml glas af Oatly gefur þér einn þriðjung (1 g) af nauðsynlegum dagskammti betaglúkans.
Fleiri spurningar? Svör við algengum spurningum má finna hér.
Ingredients
Hafragrunnur (vatn, hafrar 10%), repjuolía, kalsíumkarbónat, kalsíumfosföt, salt, vítamín (D2, ríbóflavín, B12), kalíumjoðíð.
Nutritional value
Næringarupplýsingar á 100ml:
Orka | 193 kJ/46 kkal |
Fita | 1.5 g |
þar af mettuð | 0.2 g |
Kolvetni | 6.7 g |
þar af sykurtegundir | 4.1 g* |
Trefjar | 0.8 g |
Prótein | 1.0 g |
Salt | 0.10 g |
D-vítamín | 1.1 μg (22%**) |
Ríbóflavín | 0.21 mg (15%**) |
B | 12-vítamín 0.38 μg (15%**) |
Kalsíum | 120 mg (15%**) |
Joð | 22.5 μg (15%**) |
*Náttúrulegar sykurtegundir frá höfrum.
**Af næringarviðmiðunargildum (NV).
How do we make our oat drinks?
Our oat base is just oats and water. But it’s what we do with those oats and that water that makes Oatly so special.