Haframjólk Lífræn
Lífrænir hafrar, hreint vatn og örlítið af sjávarsalti. Með öðrum orðum: Allt það góða sem Oatly stendur einmitt fyrir. Það sem meira er, þá er drykknum pakkað inn á svo sniðugan hátt að hægt er að geyma hann við stofuhita. Best er að geyma hann á eldhúsborði og kæla hann svo í smá stund áður en hann er borinn fram (þ.e. ef þú vilt að hann sé kaldur, annars þarftu ekkert að pæla í því). En hvernig notar maður hann? Bara alveg eins og kúamjólk - sem svalandi drykk á milli mála eða fyrir morgunmat. Svo geturðu skipt kúamjólkinni út fyrir þessa haframjólk í hvaða uppskrift sem er og þú munt sjá að hún er ekki bara holl*, heldur líka ótrúlega góð, og svo ef þér finnst gaman að baka, þá muntu sjá hversu djúsí baksturinn verður þegar hafratrefjar eru í deiginu.
What's Amazing
Hann er gerður úr 100% lífrænum höfrum sem búið er að rækta í hreinum jarðvegi og vaxa vel í rigningu og sól. Hm, þetta hljómar nú bara eins og saga sem mun enda mjög vel, og reyndar gerir hún gerir það.
What might be less amazing
Við myndum hafa viljað geta sett bæði vítamín og kalsíum í lífræna hafradrykkinn okkar, en við getum ekki gert það ef við viljum segja að hann sé lífrænn. Mjólkuframleiðendur geta bara gert það, og okkur finnst það hvorki vera rökrétt eða það gott.
Last but not least
Engin mjólk, ekkert soja. Hentar bæði fyrir vegan og þá sem eru það ekki. Umbúðirnar geta verið við stofuhita óopnaðar, en þegar þær hafa verið opnaðar ættu þær að vera í kulda, að hámarki 8° C.
* Betaglúkan er gott fyrir hjartað. Þar sem það er hluti af fjölbreyttu mataræði og heilsusamlegum lífstíl, þá á það þátt í að viðhalda góðu kólesterólmagni í blóðinu. Eitt 250-ml glas af Oatly gefur þér einn þriðjung (1 g) af nauðsynlegum dagskammti betaglúkans.
Fleiri spurningar? Svör við algengum spurningum má finna hér.
Ingredients
Hafragrunnur (vatn, hafrar* 10%), sjávarsalt.
* Lífrænt innihaldsefni.
Nutritional value
Næringarupplýsingar fyrir 100 ml:
Orka | 157 kJ/37 kkal |
Fita | 0.5 g |
þar af mettuð | 0.1 g |
Kolvetni | 6.7 g |
þar af sykurtegundir | 4.1 g* |
Trefjar | 0.8 g |
Prótein | 1.0 g |
Salt | 0.11 g |
* Náttúrulegar sykurtegundir frá höfrum.
**Af næringarviðmiðunargildum (NV).
How do we make our oat drinks?
Our oat base is just oats and water. But it’s what we do with those oats and that water that makes Oatly so special.