Haframjólk m/súkkulaðibragði

Fyrir einhverju síðan sagði einhver að hægt væri að fá of mikið af einhverju góðu. Við sögðum bara þvílíkt rugl og ákváðum að setja súkkulaðidrykkinn okkar í eins lítra fernur. En þrátt fyrir að súkkulaðidrykkir séu alveg óþarflega góðir, þá eru þeir ekkert síðri þegar búið er að auðga þá með kalsíum og vítamínum. Jeminn eini, settu hann þá í 10 lítra fernur, segir þú þá! En þá ert það þú sem ert óhemjan, því ef við gerðum það myndi hann ekki passa í venjulegan ísskáp. Svo fyrst þú ert að þessu skaltu bara kaupa tvær fernur. Að minnsta kosti.

What's Amazing

Kakóið sem við nýtum í gómsæta súkkulaðidrykkinn okkar er vottað af Cocoa Horizon Foundation sem tryggir að kakóið er ræktað og unnið með 100% sjálfbærum hætti. Með því erum við að leggja okkar að mörkum við að tryggja áframhaldandi búskap og og nýsköpun. Vítamínin (D2, Ríbóblavín og B12) auk kalsíums, gefa manni svo enn betri afsökun til að svolgra drykknum í sig. Þess vegna framleiðum við drykkinn í 1L umbúðum.

What might be less amazing

Við gætum skrifað um hversu magnaður okkur finnst súkkulaðidrykkurinn okkar vera og hafa það bara þannig. „Geggjað“, „komdu og kauptu hann“, „besti súkkulaðidrykkur sem þú munt nokkurn tíma smakka“. En við erum ekki svona. Það er reyndar satt að hann er alveg fáránlega góður, en við viljum samt segja þér að við helltum smá sykri í hann. Það sést í efnisyfirlitinu hér til hægri, en við viljum minnast á það aftur: 3.5 grömm á 100 ml (3.5%). Þetta er frekar lítið magn, en samt sem áður er mikilvægt að þú vitir það. Restin af sykrinum kemur á náttúrulegan hátt úr höfrunum, og til að fá góða bragðið bættum við líka við örlítið af bragðbætandi efnum. Jæja. Þetta er allt og sumt. Við kveðjum í bili.

Last but not least

Engin mjólk, ekkert soja. Umbúðirnar geta verið við stofuhita óopnaðar. Þegar þær hafa verið opnaðar, ætti að geyma þær á köldum stað að hámarki 8 °C.

Þær eru alveg jafn góðar (á gjörólíkan hátt samt sem áður) volgar eða kaldar.

Fleiri spurningar? Svör við algengum spurningum má finna hér.

Ingredients

Hafragrunnur (vatn, hafrar 10%), sykurtegundir 3.5%, kakóduft 1%, repjuolía, kalsíumkarbónat, kalsíumfosföt, salt, bragðefni, vítamín (D2, ríbóflavín, B12), kalíumjoðíð.

Nutritional value

Næringarupplýsingar á 100 ml:

Nutritional value -
Orka255 kJ/61 kkal
Fita1.5 g
þar af mettuð0.2 g
Kolvetni10 g
þar af sykurtegundir7.5 g*
Trefjar1.1 g
Prótein1.2 g
Salt0.16 g
D-vítamín1.1 μg (22%**)
Ríbóflavín0.21 mg (15%**)
B12-vítamín 0.38 μg (15%**)
Kalsíum120 mg (15%**)
Joð22.5 μg (15%**)

*Þar af 4 g náttúrlegra sykurtegunda úr höfrum.
**Af næringarviðmiðunargildum (NV).

How do we make our oat drinks?

Our oat base is just oats and water. But it’s what we do with those oats and that water that makes Oatly so special.