Haframjólk M/Súkkulaðibragði

Heill lítri af súkkulaðidrykk úr höfrum sem bragðlaukarnir munu fíla, bættur með vítamínum og steinefnum sem við vonum að restin af þér muni fíla. 

Þetta er Súkkulaðidrykkur!

Hvernig nota ég þessa vöru? Er spurning sem enginn spurði nokkurn tímann um þessa haframjólk, sem er stútfull af súkkulaði með súkkulaðibragði, þökk sé sjálfbæra kakóinu sem blandað er við hafra. Sumir drekka hana kalda, sumir drekka hana heita og sumir drekka hana eftir að hafa geymt hana við stofuhita í langan tíma áður en hún er opnuð. Eftir opnun helst hún fersk í kæli í að minnsta kosti fimm daga. En sennilega lengur, svo ekki hella henni niður án þess að þefa og smakka fyrst. 

Unnið með sjálfbærum hætti

Vottunin frá Cocoa Horizon Foundation tryggir að kakóið sem við notum er unnið með sjálfbærum hætti, hjálpar við að bæta lifibrauð kakóbænda og styður þá með því að efla sjálfbæra starfsemi og styðja við nýsköpun í rækt. Þar sem bæði kakó og hafrar koma úr plöntum er þessi vara algjörlega í fínu lagi fyrir þau sem eru vegan, ef þau fíla annars súkkulaðidrykki. 

Meira um þessa vöru

  • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

    Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

  • Hvernig nota ég þennan hafradrykk?

    Í eldamennskuna og baksturinn 

    1. Veldu hvaða uppskrift sem er til að elda eða baka. 

    2. Þar sem uppskriftin tilgreinir mjólk, notaðu hafradrykk í staðinn.

    Í kaffi, te eða heitt súkkulaði 

    1. Gerðu allt tilbúið. 

    2. Notaðu þennan hafradrykk í stað kúamjólkur 

    Til drykkjar 

    1. Helltu þessum hafradrykk í glas eða bolla. 

    2. Drekktu 

    Þarfnastu frekari innblásturs? 
    Sjáðu “Will it Swap? 

  • Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?

    Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.

  • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

    Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

  • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

    Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

Ingredients

Vatten, HAVRE 10%, socker 3,3%, fettreducerat kakaopulver 1%, rapsolja, mineraler (kalciumkarbonat, kalciumfosfater, kaliumjodid), salt, aromer, vitaminer (D2, riboflavin, B12).

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100ml:,
Orka273kJ/65kcal
Fita1.5g
þar af mettuð0.2g
Kolvetni11g
þar af sykurtegundir6.8g
Trefjar1.1g
Prótein1.3g
Salt0.16g
D-vítamín1.1μg (22%*)
Ríbóflavín0.21mg (15%*)
Vitamin B120.38μg (15%*)
Kalsíum120mg (15%*)
Joð22.5μg (15%*)