Skip to content

Hafragúrt Turkisk

Hvernig myndi Hafragúrt Landskronískt hljóma, bara svona ef við vildum setja smá landafræði í nafnið á þessari vöru? Það yrði allavega rökréttara, því varan var fundin upp og framleidd í Landskrona, Svíþjóð. Það er hægt að nota þessa frábæru vöru á sama hátt og tyrkneskt jógúrt, en hún er samt langt frá því að vera það – í raun er hún enn lengra frá því að vera jógúrt en tyrknesk, því hún er alveg án kúamjólkur, og svo er tyrkneska borgin Edirne, á tyrknesku landamærunum, aðeins 2,461 kílómetra frá verksmiðjunni okkar í Landskrona. Þetta er auðvitað langt í burtu frá því sem við ætlum að tala um á þessari síðu, sem er það að Hafragúrt Turkisk er með þykka, mjúka og rjómakennda áferð í bland við ferskt og skemmtilega súrt bragð. Við viljum ekki vera að monta okkur, en þessi vara er klárlega með bestu * vörum sem við höfum gert, og svo er þetta örugglega líka besta vörusíða sem við höfum gert. * Allar aðrar vörur frá okkur eru reyndar líka með þeim bestu sem við höfum gert.

61991 Havregurt Turkisk SE NO DK FI

What’s Amazing

Það má segja að Hafragúrt Turkisk sé algjör vinnuhestur í eldhúsinu, þ.e. ef þú fílar að tala í myndlíkingum. Hvort sem um er að ræða heita rétti, kalda rétti, stofuhita rétti (líka kallað nasl) eða bara hvað sem er, þá gerir þessi vara allt frábært. Fleira sem er gott er kalkið, B12-vítamín, D-vítamín og svo auðvitað sú staðreynd að 10% af fitunni er úr repjuolíu, sem er rík af ómettaðri fitu – þú veist, góða fitan. *

Annað magnað atriði sem við ættum að minnast á er að umbúðirnar má endurvinna yfir í pappír (svipað og Tetra Pak) þannig að ef þú ert að gera „hvers vegna prófa“ lista þá geturðu hakað við í sjálfbærniboxið líka.

*Þessi vara er rík af ómettaðri fitu. Með því að skipta mettaðri fitu út fyrir ómettaða, hjálpar það til við viðhald á ráðlögðum kólesterólstigum.

What might be less amazing

Fyrst skrifuðum við „ekkert“ hér, en svo föttuðum við að það er kannski ekki það frábært að sjá langan lista af innihaldsefnum. Það gæti líka verið smá erfitt að bera fram nöfnin á sumum þeirra, en það þýðir ekki endilega að þau séu eitthvað slæm eða séu gerviefni. Sko, það er ástæða fyrir öllum innihaldsefnunum á listanum, sem og í vörunni, t.d. myndi Hafragúrt Turkisk ekki hafa rjómakenndu áferðina án kartöflusterkjunnar og pektín. Ef það væri málið myndum við í alvöru þurfa að skrifa eitthvað sem væri ekki alveg jafn frábært hér.

Last but not least

Geymist inní ísskáp. Varan endist í a.m.k. 5 daga eftir opnun. Fylgdu dagsetningunni á henni ef hún er óopnuð. Það sem skiptir mestu máli er að lykta, skoða og smakka. Smá tip: Ef varan er geymd í ísskáp, þá endist hún oft lengur en „best fyrir“ dagsetningin segir til um, þannig þú ert í góðum málum.

Fleiri spurningar? Svör við algengum spurningum má finna hér.

Ingredients

Gerjaður hafragrunnur (vatn, hafrar 11%), repjuolía, kartöflusterkja, kartöfluprótein, sýra (eplasýra, mjólkursýra), bindiefni (pektín), kalsíumkarbónat, kalsíumfosföt, joðbætt salt, vítamín (D2, B12).

Nutritional value

Næringarupplýsingar í 100 g:

Orka
617 kJ/148 kkal
Fita
10 g
þar af mettuð
0.8 g
Kolvetni
11 g
þar af sykurtegundir
4.1 g*
Trefjar
0.9 g
Prótein
3.3 g
D-vítamín
1.1 μg (22%**)g
B
12-vítamín 0.38 μg (22%**)g
Kalsíum
120 mg (15%**)

*Náttúrulegar sykurtegundir úr höfrum.
**Af næringarviðmiðunargildum (NV).

The Oatly process

How do we make our oat drinks?

Our oat base is just oats and water. But it’s what we do with those oats and that water that makes Oatly so special.