Haframatreiðslurjómi Lífrænn
Stundum gengur sú pæling með að „allir geti borðað það sama“ aðeins of langt, t.d. þegar vandlátur hópur kvöldverðargesta (þú veist hvað við eigum við; vegan, rjómanörd, einhver með mjólkuróþol) fær liðsauka sem er skemmtilegur, en er samt harður baráttumaður fyrir lífrænum mat. Í þessum tilfellum er Haframatreiðslurjómi Lífrænn svarið. Þú notar það alveg eins og matreiðslurjóma, það virkar eins og rjómi og lítur eins út. En þetta er samt ekki rjómi. Þetta er aftur á móti lífrænt, eins og nafnið gefur til kynna.
What’s Amazing
What’s Amazing
Haframatreiðslurjómi Lífrænn inniheldur hollar* ómettaðar fitur úr repjuolíu sem eru góðar fyrir þig, en ekki nóg með það, heldur er hann líka góður fyrir jörðina þar sem þú skiptir dýravörum út fyrir plöntumiðaðar. Þú munt taka eftir því hversu góður hann er á bragðið þegar maturinn er kominn á borðið.
What might be less amazing
What might be less amazing
Þessi vara á það til að aðskiljast þegar hún er óhreyfð til lengri tíma, en það er létt að laga – hristu umbúðirnar bara hressilega og hún verður aftur slétt og rjómakennd. Ástæðan fyrir þessu er að reglugerðir segja til um hvað kalla megi eitthvað lífrænt og þær takmarka notkun bindiefna. Aukaefnin sem við notum í þessari vöru eru fínstillt og takmörkuð og þjóna öll sínu hlutverki svo að varan geti verið notuð á hvaða hátt sem er, hvort sem hún er heit eða köld.
Last but not least
Last but not least
Engin mjólk, ekkert soja. Geymist í ísskáp. Notist á sama hátt og rjómi, í jafnmiklu magni, nema skiptið honum bara beint út. Virkar alveg jafn vel kalt eða volgt. Ef þú ætlar að elda fyrir marga, þá gæti þessi eins lítra ferna verið betri fyrir þig.
* Með því að skipta mettuðum fitum í mataræðinu þínu út fyrir ómettaðar, er ráðlögðu kólesterólmagni viðhaldið.
Fleiri spurningar? Svör við algengum spurningum má finna hér.
Ingredients
Ingredients
Hafragrunnur (vatn, hafrar 9%), repjuolía*, ýruefni (repjuolíu lesitín)*, bindiefni (xanthan, gellan gúmmí), sjávarsalt, þörungur (Lithothamnium calcareum).
* KRAV-vottað innihaldsefni.
** EU-vottað lífrænt innihaldsefni.
Nutritional value
Nutritional value
Næringarupplýsingar í 100 ml:
- Orka
- 602 kJ/146 kkal
- Fita
- 13 g
- þar af mettuð
- 1.2 g
- Kolvetni
- 5.8 g
- þar af sykurtegundir
- 3.6 g*
- Trefjar
- 0.9 g
- Prótein
- 0.9 g
- Salt
- 0.11 g