Sýrður Hafrarjómi

Hegðar sér eins og sýrður rjómi úr kú, en án kýrinnar (og rjómans)!

NOTAÐUR Í MATREIÐSLUNA, BAKSTURINN EÐA HEIMATILBÚNAR ÍDÝFUR

Algjörlega plöntumiðaður sýrður rjómi sem hægt er að nota eins og sýrðan rjóma í heitan mat, volgan bakstur, kaldar ídýfur eða bara hvað sem er.

Ekki sýrður rjómi

Við notum fitu úr plöntum til að gefa þessari vöru þessa rosa rjómakennda áferð sem við erum vön að finna í sýrðum rjóma. Þannig að núna, ef uppskriftin segir „sýrður rjómi“ en þú hefur sterka og persónulega ástæðu til að neyta einskis sem heitir „súrt“ eða „rjómi“, skaltu bara nota þennan í staðinn. Og ef uppskriftin segir „Sýrður hafrarjómi“ ertu örugglega að lesa ofsalega framúrstefnulegt matarblogg sem veit hvernig á að nota vöru með minni mettaðri fitu en hliðstæðan úr kú.

Engar mjólkurvörur, ekkert soja, engin leið til að vita hvað sýrður rjómi er hvort sem er. Er hann súr eða sýrður eða hvað? Nú getur þér staðið algjörlega á sama.

Meira um þessa vöru

  • Hvar get ég keypt þessa mögnuðu hafravöru?

    Biddu uppáhaldsbúðina þína um að bjóða upp á vöruna eða notaðu Oatfinder til að finna kaffihús sem býður upp á Oatly Barista Edition.

  • Ég hef punkta, og nokkrar spurningar. Við hvern get ég talað?

    Við stofnuðum OatlyFans bara til að geta svarað þessu og öðrum spurningum sem þú gætir viljað svör við.

  • Ég hata Oatly en ég kem því ekki í orð.

    Þú hljómar eins og manneskja sem sérfræðingur okkar í stafrænum miðlum var með í huga sem markhóp fyrir þessa vefsíðu: https://fckoatly.com/

  • Hvernig reiknar maður út kolefnisspor fyrir þessa vöru?

    Við söfnum saman gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda frá upphafi ræktunar til smásölu sem CarbonCloud, sem hefur 20 ára reynslu af rannsóknum á matvælaiðnaðinum, setur inn í sitt reiknilíkan til að fá út áætlað koltvísýringsgildi (CO2e). Þegar sú greining hefur farið fram eru forsendur, gögn og niðurstöður sendar á hlutlausan greiningaraðila sem staðfestir útreikninginn. Í stuttu máli, þá eru allar tölur grannskoðaðar af fagaðilum sem vita hvað þeir eru að gera. Lestu um það allt hér: oatly.com/footprint

Ingredients

Syrad/syrnet havrebas (vatten/vann, HAVRE, syrnings- /starterkultur), rapsolja, fullhärdad/fullstendig hydrogenert/helt hærdet kokos- och rapsolja, potatisstärkelse/potetstivelse/kartoffels tivelse, emulgeringsmedel/emulgator (E472e), stabiliseringsmedel /stabilisator (E407), syra/syre (äppelsyra/eplesyre/æblesyre, mjölksyra/melkesyre), kalciumkarbonat, kalciumfosfat.

Nutritional Values

Næringarupplýsingar á 100g:,
Orka735kJ/177kcal
Fita15g
þar af mettuð6.4g
Kolvetni9.1g
þar af sykurtegundir4.1g
Trefjar1.0g
Prótein1.0g
Salt0.01g
Kalsíum120mg (15%*)