Lífrænir hafrar, hreint vatn og örlítið af sjávarsalti. Með öðrum orðum: Allt það góða sem Oatly stendur einmitt fyrir. Það sem meira er, þá er drykknum pakkað inn á svo sniðugan hátt að hægt er að geyma hann við stofuhita. Best er að geyma hann á eldhúsborði og kæla hann svo í smá stund áður en hann er borinn fram (þ.e. ef þú vilt að hann sé kaldur, annars þarftu ekkert að pæla í því). En hvernig notar maður hann? Bara alveg eins og kúamjólk - sem svalandi drykk á milli mála eða fyrir morgunmat. Svo geturðu skipt kúamjólkinni út fyrir þessa haframjólk í hvaða uppskrift sem er og þú munt sjá að hún er ekki bara holl*, heldur líka ótrúlega góð, og svo ef þér finnst gaman að baka, þá muntu sjá hversu djúsí baksturinn verður þegar hafratrefjar eru í deiginu.